Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fyrirlestri Bee McEvoy frestað


3. mars 2020 Höfundur: siá

 

Bee McEvoy

Bee McEvoy

Fyrirlestrinum sem Bee McEvoy átti að flytja í Konubókastofu, Túngötu 40, um Hólmfríði Árnadóttur, er frestað vegna kórónuveirunnar.

Fyrir 100 árum, árið 1919, kom út bók sem heitir When I was a Girl in Iceland í Bandaríkjunum eftir konu að nafni Hólmfríður Árnadóttir. Hólmfríður fæddist 1873. Hún var kennslukona, búsett í New York og kenndi við Kólumbíska háskólann á þessum árum, en kenndi hér heima á meðan hún hafði heilsu til þess. Menntamál voru hjartansmál Hólmfríðar, alveg eins og kvennaréttindamál og andleg málefni. Hún var fyrst Íslendinga til að gerast Bahá‘í og hún skilur eftir sig mörg fótspor í sögu kvenréttina og menntamála. Hún þýddi bók sem heitir Bahá‘u‘lláh og Nýi Tíminn og einnig bók um Helen Keller. Bókin When I Was a Girl In Iceland er á ensku, en erindið verður á íslensku.

Bridget (Bee) McEvoy er fædd og uppalin á Írlandi, en býr í Hveragerði og vinnur við Heilsustofnun NLFÍ. Hún flutti til Íslands árið 1978.