Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Söngbókin „Við syngjum“ er komin út á stafrænu formi


14. janúar 2020 Höfundur: siá

 

Forsíðumyndin er eftir Steinunni Friðgeirsdóttur

Forsíðumyndin er eftir Steinunni Friðgeirsdóttur

 

Þessi stafræna útgáfa bókarinnar „Við syngjum er ókeypis og öllum aðgengileg. Hér er slóðin á bókina: Við syngjum 

Hægt er að hlaða bókinni niður í síma, tölvu, eða aðra miðla. Auðveldlega er hægt að finna ákveðið lag með því að smella á titil þess í efnisyfirlitinu. Til þess að þessi aðgerð virki þarf að hlaða niður í símann forriti sem les pdf skrár. Mörg slík forrit eru fáanleg á netinu. Ókeypis útgáfan af Adobe Acrobat reynist vel. Hún er fáanleg bæði fyrir Android og Apple síma.

Orðin „YouTube“ fyrir aftan titil lags merkir að það er til á YouTube. Með því að smella á YouTube merkið í bókinni, fer maður inn á staðinn þar sem lagið er á YouTube. Næstum því öll íslensku lögin í söngbókinni eru með skjátexta til að auðvelda fjöldasöng. Sum þeirra eru með söng og skjátexta, en önnur með undirleik og skjátexta. Í nokkrum tilfellum eru báðir valmöguleikarnir til staðar.

Einnig er hægt er að leita að lögum úr bókinni á lagalista (Playlist) inn á You Tube rásinni „Bahá'í samfélagið. You Tube rásina er að finna á forsíðu Bahá'í vefsins: bahai.is