Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Hátíðarhöldin hefjast um allan heim


28. október 2019 Höfundur: siá
HVERS VEGNA TVÍBURA HELGIDAGARNIR HEFJAST Á KIRIBATI OG ENDA Á HAWAII

HVERS VEGNA TVENNDARHELGIDAGARNIR

HEFJAST Á KIRIBATI OG ENDA Á HAWAII

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 24. október 2019, (BWNS) —Í nótt, mánudagsnótt (28. október), þegar sólin sest yfir Line eyjum í Kiribati, hefjast hátíðarhöld hnattræns samfélags til að fagna því að nú eru liðin 200 ár frá fæðingu spámannsins Bábsins, fyrirrennara Bahá'í trúarinnar.

Hátíðarhöldin breiðast frá litlum eyjum í Kyrrahafi yfir alla Eyjaálfu, Asíu, Afríku, Evrópu og Suður og Norður Ameríku, eftir því sem sólsetrið færist vestur á bóginn samkvæmt snúningi jarðar. Þegar sólin sest næsta dag, mun heimurinn byrja að halda upp á fæðingu Bahá'u'lláh, sem fæddist fyrir 202 árum, árið 1817.

Fæðingardagar Bábsins og Bahá'u'lláh fylgja hvor á eftir öðrum á Bahá'í dagatalinu og eru kallaðir „Tvíbura, eða tvenndar helgidagarnir.“ Í Bahá'í ritunum segir að „litið er á þessa tvo daga sem einn fyrir augliti Guðs.“

ÞESSI MYND ÚTSKÝRIR HVERS VEGNA UMFJÖLLUNIN STENDUR YFIR Í 72 TÍMA

ÞESSI MYND ÚTSKÝRIR HVERS VEGNA UMFJÖLLUNIN STENDUR YFIR Í 72 TÍMA

 

Hátíðarhöld í 72 klukkustundir

Bahá'í helgidagar vara frá sólsetri til sólseturs. Á þessu ári, hefst fæðingardagur Bábsins við sólsetur 28. október og endar við sólsetur 29. október, þegar fæðingardagur Bahá'u'lláh hefst.

Í hverri borg er heildartíminn sem hátíðarhöldin standa yfir 48 klukkustundir, eða tveir heilir dagar (frá sólsetri 28. október til sólseturs 30. október.) En á hnattræna vísu, varir heildartímabilið fyrir þessa tvo daga í 72 klukkustundir. Þetta stafar af því að í hringinn um jörðina er fyrsta sólsetrið á hnettinum á Line eyjunum, rétt vestan við alþjóðlegu daglínuna í Kyrrhafi og síðasta sólsetrið á sér stað á eyjunni Kauai, sem er hluti af Hawaii, en þessi eyja liggur rétt austan við alþjóðlegu daglínuna.

Alþjóðlega daglínan, sem er ímynduð lína sem afmarkar dagatalið frá einum degi til þess næsta, færist frá norðri til suðurs. Jörðin þarf að snúast þrisvar sinnum í hring, 72 klukkustundir, til að ná yfir þessi tvö sólsetur um allan hnöttinn (sjá grafíkina.)Að fylgjast með hátíðarhöldunum um allan hnöttinn

Tveggja alda hátíðarhöldin um alla plánetuna veita innsýn í fjölbreytileika fjölskyldu mannsins og grundvallar einingu hennar.

Eftir því sem jörðin snýst um öxul sinn og hátíðarhöld hefjast í ýmsum löndum, er hægt að veita heiminum upplýsingar um hátíðarhöldin sem eiga sér stað á ákveðnum stöðum.

Alþjóðlegi vefurinn Bicentenary.Bahai.org, sem var hleypt af stokkunum í síðasta mánuði, mun byrja að segja frá tveggja alda hátíðarhöldum um heiminn þegar sólin sest í Kiribati á mánudegi, það er að segja klukkan 4:15 fyrir hádegi GMT. Vefurinn verður uppfærður með reglulegu millibili með svipmyndum af hátíðarhöldum í meira en 100 löndum.

Nú eru á vefnum greinar um líf og kenningar Bábsins og Bahá'u'lláh, sérstakt bréf frá Allsherjarhúsi réttvísinnar um þetta sögulega afmæli, og „Dawn of the Light“ (Lýsir af Degi), heimildarmynd sem var gerð í tilefni af tveggja alda afmælinu. (Myndin er aðgengileg með íslenskum texta á YouTube undir heitinu „Lýsir af Degi“)

Vefurinn er á 10 tungumálum—Arabísku, kínversku, ensku, frönsku, hindí, persnesku, portúgölsku, rússnesku, spænsku og swahili.

Fyrir utan vefinn, verða sagðar sögur, birtar myndir og myndbönd frá hátíðarhöldunum eða í tengslum við tveggja alda afmælið:

  1. The Bahá’í World News Service (Alþjóðlega Bahá'í Fréttaveitan:bwns.org

  2. YouTube: youtube.com/thebahaifaith

  3. Instagram: @twinbirthdays

  4. Facebook: facebook.com/twinbirthdays