Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Teikning af helgidómi ‘Abdu’l-Bahá birt


20. september 2019 Höfundur: siá
Tölvulíkan að innganginum að helgidómi 'Abdu'l-Bahá

Tölvulíkan af innganginum að helgidómi 'Abdu'l-Bahá

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 20. september 2019, (BWNS) — Allsherjarhús réttvísinnar sendi í dag öllum Andlegum þjóðarráðum teikningu af helgidómi ‘Abdu’l-Bahá, sem bahá'íar um allan heim hafa beðið eftir í ofvæni.

Staða ‘Abdu’l-Bahá er einstæð í sögu trúarbragða mannkyns. Í bréfi Allsherjarhúss réttvísinnar segir að líkanið af byggingunni leitast við að „að heiðra einstæða stöðu ‘Abdu’l-Bahá“ og „að endurspegla bæði háleita stöðu Hans og auðmýkt“. 

„Þessi bygging ætti að vera öðruvísi en allar aðrar byggingar,“ útskýrir Hossein Amanat, sem hefur verið valinn arkítekt þessa sögulega mannvirkis. „Hún leitast við að sýna sjálfleysi, visku, hlýleika og vináttu Hans gagnvart öllum, að vitna um ást Hans á görðum og náttúru, og að endurspegla víðsýni Hans.“

Fyrir utan nokkrar myndir af tölvulíkaninu hefur verið útbúið myndband sem gerir áhorfandanum mögulegt að sjá bæði aðal bygginguna og umhverfið.

 Myndband um helgidóm ‘Abdu’l-Bahá

 

„‘Abdu’l-Bahá hafði látið í ljósi óskir um hvar ætti að jarðsetja Hann,“ útskýrir Hossein Amanat, virtur kanadískur/íranskur arkitekt. „Hann hafði orð á því við átrúanda að ef að eitthvað kæmi fyrir sig og Hann mundi andast, þá vildi Hann að Hann yrði grafinn í sandinum milli Haifa og ‘Akká, sem Hann lýsti sem leiðinni sem hinir ástkæru og pílagrímarnir gengu á.“

Í bæn eftir ‘Abdu’l-Bahá, sem pílagrímar sem heimsækja grafhýsi Hans fara með, segir Hann: „Ger mig sem dustið á vegi ástvina Þinna.“ Þessi setning bænarinnar er ein aðal hugmyndin að teikningunni.

„‘Abdu’l-Bahá var nútímamaður,“ segir Hossein Amanat. „Hann boðaði nýja tíma, orð Hans voru ný, kenningar Föður Hans sem Hann boðaði voru nýjar og Hann hvatti mannkyn til að tileinka sér nýja samskiptahætti. Byggingin á að endurspegla þetta.“

Helgidómurinn séður úr lofti að nóttu til

Helgidómurinn séður úr lofti að nóttu til