Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Vef í tilefni 200 ára afmælisins hleypt af stokkunum


6. september 2019 Höfundur: siá
Boðskort í tilefni hátíðarhaldanna, sem hannað var af listamanni frá Bacoor, Filippseyjum.

Boðskort í tilefni hátíðarhaldanna. Hannað af listamanni frá Bacoor, Filippseyjum.

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI — Nýjum alþjóðlegum vef fyrir 200 ára fæðingarhátíð Bábsins var hleypt af stokkunum í dag.

Vefurinn verður smátt og smátt útvíkkaður næstu átta vikurnar. Núna inniheldur hann listaverk sem sköpuð hafa verið í þessu tilefni og greinar um líf og kenningar Bábsins og Bahá'u'lláh. Sérstakt bréf frá Allsherjarhúsi réttvísinnar um þessi sögulegu hátíðarhöld verður birt. Dawn of the Light (Dögun Ljóssins), kvikmynd sem ráðist var í að gera í tilefni 200 afmælisins sem er framundan, verður einnig gefin út í lok mánaðarins. Vefurinn er fáanlegur á 10 tungumálum—arabísku, kínversku, ensku, frönsku, hindí, persnesku, portúgölsku, rússnesku, spænsku og swahilí.

Vefurinn mun tengja saman heiminn með því að segja frá hátíðarhöldum ákveðinna samfélaga um allan heim, er þau rifja upp líf Bábsins og Bahá'u'lláh og sameinandi boðskap Þeirra. Þessar svipmyndir verða sýnishorn þúsund annarra hátíðarhalda sem munu eiga sér stað í nánast hverju einasta landi.

Meðan á tvenndarhelgidögunum stendur mun vefurinn birta svipmyndir af öldu hátíðarhalda sem mun breiðast hratt yfir plánetuna. Þessi útsending hefst við sólarlag 28. október í Kiribati og endar við sólarlag 30. október á Hawaii. Ljósmyndir, fréttir, og önnur fjölmiðlaumfjöllun frá fjöldamörgum stöðum verða birtar meðan á þessum 72 klukkustundum stendur. Einnig er stefnt að því að vefurinn innihaldi beinar myndbandsupptökur frá Bahá'í tilbeiðsluhúsunum.

The Bahá'í News Service (Bahá'í heimsfréttaþjónustan) hefur flutt fréttir af undirbúningi hátíðarhaldanna. Sömuleiðis hefur verið fjallað um undirbúninginn á sérstökum Instagram, Facebook og YouTube rásum. Umfjölluninni verður haldið áfram á þeim vettvangi.