Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Kynningarmyndband um eina Vesturlandabúann sem hitti Bábinn


12. júlí 2019 Höfundur: siá

Á þessu ári munu bahá'íar um allan heim minnast þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Bábsins, opinberanda Guðs og fyrirrennara Bahá'u'lláh. Að þessu tilefni hefur Bahá'í samfélagið á Írlandi látið gera 19 kynningarmyndbönd um ævi Bábsins og mun birta þær smátt og smátt á Facebook síðu sinni og á You Tube.

Dr. William Cormick, sem átti ættir að rekja til Co. Kilkenny á Írlandi, er eini Vesturlandabúinn, að því best er vitað, sem hitti Bábinn. Í fyrsta myndbandinu er sagt frá því þegar fundum þeirra bar saman.