Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'íar í Hafnarfirði og vinir þeirra planta 200 trjám til heiðurs 200 ára tvenndarhátíðunum


30. júní 2019 Höfundur: siá
Unnið að gróðursetningunni í Hafnarfirði. Frá vinstri: Ólafur Haraldsson, John Spencer og Ragnheiður Ragnarsdóttir

Unnið að gróðursetningunni í Hafnarfirði. Frá vinstri: Ólafur Haraldsson, John Spencer og Ragnheiður Ragnarsdóttir

 

Í dag náðu bahá'íar að uppfylla markmiðið um að planta 200 trjám til heiðurs 200 ára tvenndarhátíðunum, í skógræktarlandi Bahá'í samfélagsins í Hafnarfirði. Fyrir tveimur árum voru 200 á liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar og í ár verða 200 ár liðin frá fæðingu Bábsins, boðbera Guðs og fyrirrennara Bahá'u'lláh. Oft er talað um Bábinn og Bahá'u'lláh sem tvenndaropinberun, því samkvæmt tímatali bahá'ía er haldið upp á fæðingardaga þeirra sem eina hátíð.

Ólafur Bjarnason gróðursetur unga plöntu í reitnum.

Ólafur Bjarnason gróðursetur unga plöntu í reitnum.

 

 

Bahá'í ungmenni sem tóku þátt í gróðursetningunni

Bahá'í ungmenni sem tóku þátt í gróðursetningunni

 

 

 

Börn og fullorðnir unnu saman að því að koma plöntunum á sinn stað.

Börn og fullorðnir hjálpuðust að við verkið.