Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'íar gróðursetja að Skógum


20. júní 2019 Höfundur: siá
Vaskur hópur tilbúinn til að hefjast handa við gróðursetninguna þetta sumarið. Frá vinstri: Eygló Gísladóttir, Böðvar Jónsson, Roger Lutley og Shamim Taherzadeh

Vaskur hópur tilbúinn til að hefjast handa við gróðursetninguna þetta sumarið. Frá vinstri: Eygló Gísladóttir, Böðvar Jónsson, Roger Lutley og Shamim Taherzadeh

 

Hópur bahá'ía vann að gróðursetningu í júní að Skógum í Þorskafirði. Böðvar Jónsson hafði yfirumsjón með framkvæmdinni, en honum til aðstoðar var Eygló Gísladóttir. Nokkrir vinir mættu á staðinn til að annast gróðursetninguna. Þar á meðal fjölskylda frá Kanada, hjónin Shamim Taherzadeh og Jóhanna Jochumsdóttir ásamt dóttur þeirra. Þetta er annað sumarið sem Jóhanna og fjölskylda hennar tekur þátt í gróðursetningu að Skógum, en þau komu einnig í fyrra. Jóhanna er skyld þjóðskáldinu Matthíasi Jochumssyni, sem fæddist í Skógum.

Roger Lutley, frá Bandaríkunum, tók einnig þátt í gróðursetningunni. Roger bjó á Íslandi í mörg ár ásamt eiginkonu sinni Patty og börnum þeirra, lengst af í Hafnarfirði. Þau brautruddu til Íslands fyrir um 40 árum til að hjálpa til við að uppfylla kennslumarkmið Kanada, þó að þau séu frá Bandaríkjunum.

Einnig var farin stutt skoðunarferð upp að Vaðalfjöllum, en þaðan er gott útsýni yfir Þorskafjörðinn. Vinirnir skruppu til Hólmavíkur til að kaupa í matinn fyrir hátíðarkvöldverð í bústað Böðvars að Bjarkarlundi í tilefni af þjóðahátíðardeginum, 17. júní.

 

Svipmynd af gróðursetningunni í sumar