Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Arkitekt valinn til að teikna helgidóm 'Abdu'l-Bahá


8. maí 2019 Höfundur: siá

 

Arkitektinn Hossein Amanat

Arkitektinn Hossein Amanat

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 7. maí 2019 (BWNS) Allsherjarhús réttvísinnar hefur valið arkitektinn Hossein Amanat til að teikna helgidóm 'Abdu'l-Bahá í 'Akká. Hossein er virtur arkitekt. Hann teiknaði meðal annars setur Allsherjarhússins á Karmelfjalli og Azadi turninn í Teheran. Í árlegum Ridvánboðskap Allsherjarhússins var fyrst sagt frá því að til stæði að ráðast í byggingu sérstaks grafhýsis fyrir 'Abdu'l-Bahá, en fram til þessa hefur líkami Hans verið jarðsettur í helgidómi Bábsins í Haifa. Stofnaður hefur verið sérstakur sjóður í þessu skyni og bahá'íar um allan heim hvattir til að gefa fjármuni í hann. Helgidómurinn verður nálægt Ridvángarðinum í 'Akká. Sjá nánar hér.