Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Börn og foreldrar þeirra halda upp á Ridvánhátíðina


4. maí 2019 Höfundur: siá
Foreldrar aðstoða börn sín á Ridvánhátíðinni sem haldin var í þjóðarmiðstöðinni

Foreldrar aðstoða börn sín á Ridvánhátíðinni sem haldin var í þjóðarmiðstöðinni

 

Fjörug Ridvánhátíð var haldin í bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1, þann 1. maí. Boðið var upp á skipulagða dagskrá fyrir börnin. Reist var tjald þar sem þau sátu saman og fengu að heyra söguna um Ridvánhátíðina. Farið var með bænir, sungið, dansað og föndrað. Búin var til eftirlíking af tjaldi og inn í það raðað rauðum rósum, til minningar um þann tíma þegar Bahá'u'lláh lýsti því yfir í garði fyrir utan Bagdað, árið 1863, að Hann væri opinberandi Guðs fyrir okkar tíma.