Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

67 nýþýdd brot úr bahá'í ritunum birt á alnetinu


4. maí 2019 Höfundur: siá
'Abdu'l-Bahá skrifar bréf þegar Hann var í Landinu helga árið 1920.

'Abdu'l-Bahá skrifar bréf þegar Hann var í Landinu helga árið 1920.

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 1. maí 2019, (BWNS) —Sextíu og sjö brot úr ritum 'Abdu'l-Bahá voru birt fyrir nokkrum dögum í fyrsta sinn í Bahá'í rannsóknabókasafninu, sem er á netinu, þar á meðal hinar þekktu og sögulegu töflur Hans til Haag. Rannsóknabókasafninu á alnetinu var hleypt af stokkunum í september síðastliðnum af Bahá'í heimsmiðstöðinni. Þetta gerir það að verkum að hægt er að birta nýþýddar ritningar nánast um leið og lokið er við þýðingu þeirra.

Úrvalið inniheldur meðal annars bréfaskriftir við Leo Tolstoy, hinn virta rússneska rithöfund, sem dáðist að bahá'í trúnni. Það hefur einnig að geyma bréf til Ísabellu Grinevskaya, sem var bahá'í og rússneskt skáld eins og Tolstoy. Hún skrifaði leikrit um Bahá'u'lláh og Bábinn.

Nánar á vef Alþjóðlegu bahá'í fréttastofunnar.