Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Efnisleg og andleg menntun: 30 ára afmæli Skóla þjóðanna


12. janúar 2019 Höfundur: siá
Tveir eldri nemendur aðstoða hóp grunnskólanema sem hluta af námi sínu í siðfræði.

Tveir menntaskólanemar sinna þjónustuverkefni með því að aðstoða hóp grunnskólanema.

 

MACAU, 6. janúar 2019, (BWNS) — School of the Nations (Skóli þjóðanna), alþjóðlegur skóli í Macau (suður Kína), sem byggir á bahá'í kenningunum heldur upp á 30 ára afmæli sitt á þessu skólaári. School of the Nations er þekktur fyrir gæði kennslunnar og fyrir að huga bæði að siðferðilegum og vitsmunalegum þroska nemenda sinna.

Stofnendur skólans sáu þörf fyrir fræðslu þar sem bæði er hlúð að vitsmunaþroska nemendanna og andlegum þroska þeirra, sem gæti orðið veganesti þeirra út í lífið,” segir Victor Ali, framkvæmdastjóri Badí samtakanna, sem stóðu að baki stofnun skólans.

Skólinn byrjaði við frumstæðar aðstæður. Hann hófst í íbúð. Og það voru fleiri kennarar en nemendur," bætir Vivek Nair, stjórnandi skólans, við.

School of the Nations hóf starfsemi sína árið 1988 með fimm nemendur og sjö kennara. Hann óx hratt. Á öðru ári hans voru nemendurnir 100 og næstum því 200 á þriðja ári. Stjórnvöld Macau ákvaðu að gefa skólanum land og árið 2008 var 7 hæða bygging vígð. Í þessari nýju byggingu er meðal annars bókasafn, sem almenningur hefur aðgang að á virkum dögum.

Í dag stund 600 nemendur nám við School of the Nations allt frá leikskóla og til loka menntaskóla. Um það bil 100 kennarar starfa við skólann.

Við erum að kanna hvað það þýðir að reka skóla sem byggir á hugsjónum bahá'í trúarinnar,” bætir Vivek Nair við. Við sækjum innblástur okkar í kenningar trúarinnar, eins og til dæmis samræmi vísinda og trúar, einingu mannkynsins og sjálfstæða leit að sannleikanum."

Skólinn hefur hlotið mikið lof fyrir gæði bóknámsins, en skólinn leggur auk þess áherslu á að nemendurnir leggi sitt af mörkum til að bæta þjóðfélagið og efla það. Þjónustuverkefni eru hluti af námsefninu og nemendurnir láta sig mikið varða efnislegar og þjóðfélagslegar umbætur.

Hér eru fleiri myndir úr sögu skólans og af skólastarfinu.