Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Árið 2018 rifjað upp: Minnisverðir atburðir og þróun samfélagsins


3. janúar 2019 Höfundur: siá

 

Margs konar þróun átti sér stað árið 2018 innan bahá'í heimsins.

Margs konar þróun átti sér stað árið 2018 innan bahá'í heimsins.

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 31. desember 2018, (BWNS) — Margs konar þróun átti sér stað árið 2018. Bahá'í heimsfréttaveitan leitaðist við að endurspegla þessa þróun bæði með hlaðvarpi og greinum og með því að veita nýju ljósi á það sem bahá'íar eru að fást við. Atburðir liðins árs, sem hófust er enn eymdi eftir af hátíðarhöldunum í tilefni af því að 200 ár voru liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh, voru margvíslegar.

 

Tólfta alþjóðlega bahá'í þingið

Alþjóðlega bahá'í þingið, sem haldið er á fimm ára fresti, veitir öllum bahá'í þjóðarsamfélögum tækifæri til að eiga samráð um framgang trúarinnar í sínu landi og til að kjósa meðlimi hinnar alþjóðlegu stjórnstofnunar trúarinnar, Allsherjarhúss réttvísinnar.

Meira en 1500 atkvæðisseðlar voru notaðir við kosningu Allsherjarhúss réttvísinnar.

Meira en 1500 atkvæðisseðlar voru notaðir við kosningu Allsherjarhúss réttvísinnar.

 

Meira en 1000 fulltrúar frá 166 löndum sóttu þingið í Haifa.

Fulltrúarnir sáu nýja heimildamynd um þá samfélagsuppbyggingu sem bahá'íar eru að vinna að um allan heim. Að sama tilefni var nýr hluti heimasíðunnar um tvöhundrað ára miningarhátíðina frá fæðingu Bahá'u'lláh tekin í notkun.

Ný heimildamynd "Víkkandi faðmur" var frumsýnd á alþjóðaþinginu.

Ný heimildamynd "Víkkandi faðmur" var frumsýnd á alþjóðaþinginu

 

Tilbeiðsluhús

Vígsla bahá'í svæðistilbeiðsluhúss, þess annars í röðinni, leit einnig dagsins ljós árið 2018. Meira en 1000 manns sóttu sérstaka vígsluathöfn fyrir musterið í Norte del Cauca héraðinu í Kólombíu. Vígsla musterins markaði nýjan áfanga í framgangi bahá'í trúarinnar í héraðinu, þar sem trúin hefur fest rætur í meira en fjóra áratugi.

Tilbeiðsluhúsið í Kólombíu var vígt við hátíðlega athöfn þann 22. júlí.

Tilbeiðsluhúsið í Kólombíu var vígt við hátíðlega athöfn þann 22. júlí.

 

Teikningar að bahá'í musterunum í Papúa Nýju Guíneu og Kenía voru líka birtar á þessu ári.

Líkan að bahá'í tilbeiðsluhúsinu í Papúa Nýju Guineu

Líkan að bahá'í tilbeiðsluhúsinu í Papúa Nýju Guineu

 

Menntasetri var bætt við bahá'í tilbeiðsluhúsið í Nýju Delhi, sem er enn sem fyrr öflug miðstöð fyrir borgina og nágrenni hennar. Álfutilbeiðsluhúsið var vígt árið 1986 og nú hafa meira en 100 milljón manns heimsótt það.

Tilbeiðsluhúsið fyrir Suður Ameríku í Santíagó hefur ekki aðeins hlotið ýmis verðlaun fyrir frumlegan arkitektúr, heldur er það einnig aðdráttarafl og innblástur fyrir íbúa Santíagó og nágrenni.

 

Listgreinar og félagslegar umbreytingar

Bahá'í heimurinn hélt áfram að kanna sambandið á milli listgreina og félagslegra umbreytinga, með því að nota tónlist og leiklist sem tjáningarmáta á mikilvægum samkomum. Bahá'í heimsfréttaveitan sagði frá listviðburðum í Azerbaijan, Bretlandi og Sambíu.

Blaðamaður frá Azerbaijan að nafni Kamale Selim Muslimgizi, sem sótti innblástur í líf Tahiríh—mikilvægrar persónu frá fyrstu dögum trúarinnar—framleiddi leikritið Daughter of the Sun (Dóttir sólarinnar). Leiksýningin fjallar um einstakt hugrekki Tahiríh, sem var mikilhæft ljóðskáld, fræðimaður og baráttukona fyrir kvenfrelsi.

Sena úr leikritinu um Táhirih.

Sena úr leikritinu um Táhirih.

 

Nýr söngleikur Henry Box Brown var settur á svið í Edinborg, um mann sem tókst að sleppa úr þrældómi með því að senda sjálfan sig í kassa frá suðurríkjum Bandaríkjanna til frelsisins. Verkið nýtir afl listarinnar til að vekja fólk til umhugsunar og hvetja til þjóðfélagsbreytinga.  

Söngleikurinn Henry Box Brown var sýndur í Edinborg.

Söngleikurinn Henry Box Brown var sýndur í Edinborg.

 

Og í norðvestur Sambíu, þar sem hópsöngur er samofinn daglegu lífi íbúanna, hefur Lundafólkið sótt innblástur í bahá'í kenningarnar til þess að nota mátt tónlistarinnar til að sameina.

 

Þátttaka í þjóðfélagsumræðu

Eitt af því sem Bahá'í heimsfréttaveitan flytur fréttir af er átak bahá'í samfélagsins til að leggja sitt að mörkum til umræðna um leiðir til að bæta þjóðfélagið. Hlustið á 1. og 2. hluta (parts 1and 2) hlaðvarpsþátta um þetta efni.

Á árinu beindi Alþjóðlega bahá'í samfélagið sjónum sínum að fátækt, jafnrétti kynjanna, hlutverki ungmenna í þjóðfélaginu og alþjóðlegum fólksflutningum. Bahá'í þjóðarsamfélög lögðu líka sína lóð á vogarskálarnar með umræðum um margs konar málefni, eins og til dæmis umfjöllun um öfgahyggju á Spáni, samtal trúarhópa í Kazakhstan, hlutverk fjölmiðla til að stuðla að þjóðfélagslegri samstöðu á Indlandi og til að ná sáttum í Kanada. Í Bandaríkjunum skipulagði bahá'í prófessorsstaða sem lætur sig friðarmál sérstaklega varða (the Baha’i Chair for World Peace) námskeið um efnið “heimsfriður” og “að sigrast á kynþáttahyggju.”

Bahá'íar á Spáni stóðu að ráðstefnu, ásamt öðrum, um öfgastefnur.

Bahá'íar á Spáni stóðu fyrir ráðstefnu, ásamt öðrum, um öfgastefnur.

 

Einnig fjallaði ein greinin um námskeið sem haldin eru til að hjálpa ungu fólki að gera sér grein fyrir hlutverki sínu til að byggja upp friðsama og réttláta siðmenningu. Fræðasetur um hnattræna velmegun (the Institute for Studies in Global Prosperity), mennta- og rannsóknastofnun sem er innblásin af kenningum bahá'í trúarinnar, gekkst fyrir námskeiðinu.

 

Félagsleg og efnahagsleg þróun

Á árinu var sagt frá ýmsum þjóðfélagslegum og efnahagslegum viðfangsefnum sem bahá'íar fengust við. Ný útgáfa ritsins "For the Betterment of the World (Til að bæta heiminn) lýsti ítarlega mörgum bahá'í verkefnum á þessu sviði.

Hópur álfuráðgjafa ræddi um bahá'í innblásin viðfangsefni á sviði menntamála í Afríku. Sagt var frá því hvernig bahá'í samfélagið í Dominíska eyjaklasanum í Karbíska hafinu tók höndum saman til að endurreisa samfélagið eftir fellibyl sem þar geysaði.

Bahá'íar á eyjunni Dominíka í Karabískahafinu vinna að endurreisnarstarfi eftir fellibyl.

Endurreisnarstarf á eyjunni Dominíka í Karabískahafinu eftir fellibyl.

 

Og hinu megin á hnettinum, á Mentawai eyjunum í Indónesíu, fjallaði ráðstefna um lykilhlutverk andlegrar menntunar til að þróa friðsöm og velmegandi samfélög.

Þann 9. nóvember tilkynnti Allsherjarhús rétvísinnar svo í skilaboðum til bahá'í heimsins um stofnun hnattvíðrar stofnunar til “að efla og samhæfa átak samfélaga um allan heim til að stuðla að þjóðfélagslegri og efnahagslegri þróun.”

 

Þróun bahá'í samfélaga

Þau miklu áhrif sem kenningar Bahá'u'lláh hafa á samfélög um allan heim var aðalefni margra annarra greina fréttaveitunnar. Í janúar fjallaði grein um hvernig nokkur þorp í Kongó eru að læra að yfirstíga langvarandi hindranir sem skilja fólk að.

Íbúar í þorpinu Ditalala, sem þýðir friður, hafa orðið vitni að algjörri umbreytingu í þeirra samfélagi. Þeir sækja innblástur sinn í kenningar Bahá'u'lláh.

Íbúar í þorpinu Ditalala, sem þýðir friður, hafa orðið vitni að algjörri umbreytingu í þeirra samfélagi. Þeir sækja innblástur sinn í kenningar Bahá'u'lláh.

 

Í hlaðvarpsþáttum sem fréttaþjónustan gekkst fyrir voru tekin viðtöl við hóp álfuráðgjafa um þann aukna skilning sem bahá'íarnir höfðu öðlast um allan heim með því að fást við að bæta samfélagið á sínum stað.

Að lokum má geta þess, að nýja kvikmyndin “A Widening Embrace” (Víkkandi faðmur), sem var frumsýnd í apríl og sagt var frá hér að framan, lýsir þeirri umbreytingu sem orðið hefur á 24 samfélögum, sem búa við ólíkar aðstæður. Þrjár stuttmyndir, sem eru gefnar út samhliða heimildamyndinni, voru frumsýndar í september. Þær lýsa enn frekar þeim þjóðfélagsbreytingum sem komið hafa í ljós í samfélögum um víða veröld.

 

Aðgangur að helgiritunum aukinn

Á liðnu ári voru gefnar út nýjar þýðingar úr bahá'í helgiritunum og auk þess var hleypt af stokkunum viðbót við Bahá'í heimildasafnið (The Bahá'í Reference Library). Í Ridván skilaboðum sínum, sagði Allsherjarhús réttvísinnar að þessi viðbót mundi “gera það mögulegt að birta áður óþýddar og óútgefnar ritningargreinar eða töflur úr helgiritunum smásaman á netinu.”

Safn 100 áður óútgefinna og óþýddra ritningargreina úr bahá'í ritunum var gefið út 5. september á síðu Bahá'í heimildasafnsins og síðan var jafnframt uppfærð.

Safn 100 áður óútgefinna og óþýddra ritningargreina úr bahá'í ritunum var gefið út 5. september á síðu Bahá'í heimildasafnsins og síðan var jafnframt uppfærð.

 

Á Nýja Sjálandi var fyrsta bahá'í bænabókin gefin út á máli maóra og á Filippseyjum var Kitáb-i-Aqdas þýdd yfir á Cebuano tungmálið, sem er margir tala.

Fyrsta stóra bænabókin á tungumáli maóra var gefin út á Nýja-Sjálandi í september.

Fyrsta bænabókin á tungumáli maóra var gefin út á Nýja-Sjálandi í september.

 

Ár sögulegra minningarártíða

Þegar ein og hálf öld var liðin frá komu Bahá'u'lláh til Landsins helga sendi Bahá'í heimsfréttaveitan frá sér röð hlaðvarpa um þetta mikilvæga tímabil í sögunni. Þessi þriggja þáttaröð tók til skoðunar þær aðstæður sem ríktu í 'Akká þegar Bahá'u'lláh kom þangað þann 31. ágúst 1868, atburðina sem áttu sér stað þegar Hann kom þangað og þau rit sem Hann opinberaði þar. Meðal annars ritaði Hann bréf til konunga og annarra valdamanna þess tíma.

Bahá'u'lláh fór inn um sjávarhliðið í 'Akká árið 1868 á leið sinni til fangelsins.

Bahá'u'lláh fór inn um sjávarhliðið í 'Akká árið 1868 á leið sinni til fangelsins.

 

Á árinu var einnig liðin ein öld frá lokum Fyrri heimstyrjaldarinnar, sem er meðal hræðilegustu átaka mannkynssögunnar. Á árunum áður en styrjöldin hófst gerði 'Abdu'l-Bahá allt hvað Hann mögulega gat til að hvetja til friðar. Þegar átök brutust út, tók Hann afgerandi skref til að lina þjáningar á svæðinu. Ákall Hans um frið, - en Hann hélt því fram að mannleg vitund þyrfti að taka afgerandi breytingum og að allur heimurinn þyrfti að helga sig þeim andlegu sannindum sem Bahá'u'lláh boðaði, - þetta ákall Hans er ef til vill enn brýnna í dag.

Þessi mynd frá 1920 er af 'Abdu'l-Bahá á göngu hjá húsi sínu í Haparsimgötu í Haifa. Hann vann þrotlaust að því að efla frið í heiminum og sinnti þörfum fólksins í 'Akká og Haifa.

Þessi mynd frá 1920 er af 'Abdu'l-Bahá á göngu hjá húsi sínu í Haparsimgötu í Haifa. Hann vann þrotlaust að því að efla frið og sinnti þörfum íbúanna.

 

Ofsóknir á hendur bahá'íum í Íran og Jemen halda linnulaust áfram

Bahá'í samfélögin í Íran og í Jemen sæta enn ofsóknum.

Í Íran, voru síðustu fjórir fyrrverandi meðlimir leiðtogahóps, sem nefndur var Yaran, látnir lausir úr fangelsi á árinu. Samt sem áður, nú þegar sjö meðlimir fyrrverandi meðlima Yaran hafa lokið 10 ára óréttmætri fangelsisvist, heldur bahá'í samfélag landsins áfram að þjást undir oki skipulagðra ofsókna sem ríkisstjórn landsins stendur fyrir.

Fyrr í þessum mánuði, fordæmdu Sameinuðu þjóðirnar áframhaldandi mannréttindabrot landsins gegn bahá'íum. Í janúar 2018 hleypti Alþjóðlega bahá'í samfélagið af stokkunum heimasíðu sem inniheldur skjalasafn um bahá'í ofsóknir í Íran. Það hafði þau áhrif að 25 frammámenn og sérfræðingar í mannréttindamálum kröfðust þess að aðalembættismaður mannréttindamála í Íran mundi viðurkenna þær langvarandi ofsóknir á hendur bahá'íum sem ríkisstjórnin styður. Íranir, innan sem utan Írans hafa haldið áfram að fordæma ofsóknirnar. Það er ekki lengra síðan en í síðasta mánuði sem íranskir fræðimenn meðal muslima fordæmdu “skipulögð og rótgróin brot á mannréttindum þeirra íbúa landsins sem eru bahá'íar” og lýstu þeim sem “ómannúðlegum og í andstöðu við trúarlegar og siðferðilegar skyldur.”

Í janúar hrinti Alþjóðlega bahá'í samfélagið af stokkunum heimildasíðu um ofsóknir á hendur bahá'íum í Íran.

Í janúar hrinti Alþjóðlega bahá'í samfélagið af stokkunum heimildasíðu um ofsóknir á hendur bahá'íum í Íran.

 

Í janúar var bahá'í sem hafði setið saklaus í fangelsi í Jemen síðan í desember 2013 vegna trúar sinnar dæmdur til dauða. Maðurinn, Hamed bin Haydara, er enn í fangelsi í Sana’a, Jemen. Í september réðust yfirvöld Húta, sem írönsk yfirvöld styðja, gegn 20 bahá'íum með alls konar upplognum ákærum, þar á meðal ásökunum um njósnir.

Undir liðnum "Fréttir" á íslensku bahá'í heimasíðunni má lesa þýddar fréttagreinar frá Bahá'í heimsfréttaþjónustunni um margt af því sem sagt er stuttlega frá í þessu yfirliti.