Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Andláts 'Abdu'l-Bahá minnst þann 28. nóvember


30. nóvember 2018 Höfundur: siá
Bahá'íar í Kópavogi og vinir þeirra hittust til að minnast andláts 'Abdu'l-Bahá

Bahá'íar í Kópavogi og vinir þeirra hittust til að minnast andláts 'Abdu'l-Bahá

 

Á hverju ári eru 11 bahá'í helgidagar. Einn þeirra er uppstigning (andlát) 'Abdu'l-Bahá, sem bar titilinn Miðja sáttmálans, en Bahá'u'lláh útnefndi Hann höfuð trúarinnar eftir sinn dag og túlkanda kenninga sinna. 'Abdu'l-Bahá er ein af þremur höfuðpersónum trúarinnar. Hinar eru Bábinn, fyrirrennari trúarinnar og Bahá'u'lláh, opinberandi og stofnandi hennar. Uppstigningar (andláts) 'Abdu'l-Bahá var minnst þann 28. nóvember út um allan heim, þar á meðal víða á Íslandi. Farið var með bænir og lesið úr helgiritum í tilefni dagsins.