Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ákalls 'Abdu'l-Bahá um heimsfrið minnst á degi sáttmálans


27. nóvember 2018 Höfundur: siá
Þessi mynd frá árinu 1920 er af 'Abdu'l-Bahá þar sem Hann gengur frá húsi sínu í við Haparsim Street í Haifa. Hann vann sleitulaust að heimsfriði og að velferð og öryggi íbúanna í 'Akká og Haifa.

Þessi mynd frá árinu 1920 er af 'Abdu'l-Bahá þar sem Hann gengur frá húsi sínu við Haparsim Street í Haifa. Hann vann sleitulaust að heimsfriði og að velferð og öryggi íbúanna í 'Akká og Haifa.

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 26. nóvember 2018, (BWNS) —Í dag halda bahá'íar upp á dag sáttmálans, sem er helgaður minningu ‘Abdu’l-Bahá, en Hann hefur einstæða stöðu í sögu trúarinnar. Bahá'u'lláh útnefndi Hann höfuð trúarinnar eftir sinn dag og veitti Honum vald til að túlka rit sín. Hann nefndi Hann “miðju sáttmálans” auk annarra sæmdarheita. 'Abdu'l-Bahá er fyrirmynd um dyggðugt líferni.

Nú þegar ein öld er liðin frá lokum fyrri heimstyrjaldarinnar- blóðugustu átaka sem mannkyn hafði nokkurn tíma kynnst fram að þeim tíma—er við hæfi að minnast baráttu Hans fyrir friði áður en styrjöldin skall á, þess mannúðarstarfs sem Hann vann meðan á stríðinu stóð og hvaða þýðingu ákall Hans um frið hefur á okkar tímum. Nánar á Bahá'í World News Service síðunni.