Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Samþykkt ályktun Sameinuðu þjóðanna fer fram á að mannréttindi bahá'ía í Íran verði virt


18. nóvember 2018 Höfundur: siá
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York

 

SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM, 16. nóvember 2018, (BWNS) —Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fór fram á það við írönsk stjórnvöld að þau hætti að brjóta á mannréttindum bahá'ía í Íran, en slíkar ofsóknir hafa staðið yfir árum saman.

Ályktun, sem samþykkt var á fimmtudag lætur í ljósi “miklar áhyggjur af stöðugum og harkalegum takmörkunum á hugsanafrelsi, skoðanafrelsi og trúarbragðafrelsi sem bahá'íar eru beittir.”

Alþjóðasamfélagið benti með þessari ályktun á árásir íranskra stjórnvalda á bahá'í helgistaði og grafreiti og önnur mannréttindabrot, svo sem ofsóknir af ýmsu tagi, tilhæfulausar og skyndilegar handtökur, bann við því að bahá'íar megi mennta sig, og ofbeldi gegn einstökum átrúendum, sem kynnt er undir með stöðugum hatursáróðri.

 

Bahá'íar í Íran verða stöðugt fyrir haturáróðri stjórnvalda sem leiðir stundum til ofbeldis gegn átrúendunum. Á þessari mynd má sjá krot á grafstein í Hamadan með áletruninni “dauði með hræðilegustu pyntingum.”

Bahá'íar í Íran verða stöðugt fyrir haturáróðri stjórnvalda sem leiðir stundum til ofbeldis gegn átrúendunum. Á þessari mynd má sjá krot á grafsteini í Hamadan með áletruninni “dauði með hræðilegustu pyntingum.”

 

 Nánar á vef bahá'í heimsfréttaveitunnar.