Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Í áttina að heimsfriði: Bahá'í námsbraut kallar saman sérfræðinga


2. nóvember 2018 Höfundur: siá
Hoda Mahmoudi (önnur frá hægri) prófessor við Bahá'í námsbraut um heimsfrið við Háskóla Marylands ræðir við ráðstefnugesti.

Hoda Mahmoudi (önnur frá hægri) prófessor við Bahá'í námsbraut um heimsfrið við Háskóla Marylands ræðir við ráðstefnugesti.

 

COLLEGE PARK, MARYLAND, Bandaríkjunum, 31. október 2018, (BWNS) — Sókn eftir heimsfriði og öryggi kallar á umbreytingu á þeim stjórnkerfum sem láta sig alþjóðamál varða og á því hvernig þau starfa. Allar hliðar mannlegs lífs þurfa að koma að borðinu.

Þetta voru þær niðurstöður sem fjöldi fyrirlesara létu í ljósi á ráðstefnu sem Bahá'í námsbraut fyrir heimsfrið hélt um alþjóðafrið og öryggi þann 16. og 17. október í háskóla Marylands, College Park.

“Við þurfum stöðugt að vinna að friði því að hindranirnar eru stórar og flóknar,” sagði Hoda Mahmoudi, prófessor bahá'í námsbrautarinnar. “Við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt. Við þurfum að vekja fólk til umhugsunar um þetta flókna viðfangsefni. Við þurfum að kalla saman fleira fólk sem berst fyrir þessari hugsjón, til að viðra hugmyndir og leiðir að markinu.”

Fyrirlestrar ráðstefnunnar og pallborðsumræðurnar fjölluðu um fimm meginþemu, sem námsbrautin áleit afar mikilvægar til að öðlast skilning á heimsfriði og öryggi: leiðtogahlutverk og stjórnsýsla, friður og tækni, jafnrétti kynjanna, mannlegt eðli, og kerfisbundið ójafnrétti. Sjá nánar á vef Bahá'í heimsfréttaveitunnar hér.