Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Nauðsynlegt að yfirstíga trúarfordóma til að skapa öruggari heim


25. október 2018 Höfundur: siá
Fulltrúar á 6. þingi trúarleiðtoga heimsins sem forseti Kazakhstan Nursultan Nazarbayev bauð til, var haldið 10. og 11. október í Astana, Kazakhstan.

Fulltrúar á 6. þingi trúarleiðtoga heimsins sem forseti Kazakhstan Nursultan Nazarbayev bauð til, var haldið 10. og 11. október í Astana, Kazakhstan.

 

ASTANA, Kazakhstan,19. október 2018, (BWNS)—Trúarsamfélög stuðla að öruggari heimi með því að berjast gegn trúarfordómum og þröngsýni. Þetta var kjarninn í málflutningi bahá'ía á 6. þingi trúarleiðtoga, sem haldið var 10. og 11. október í höfuðborg Kazakhstans.

Þörfin fyrir einingu og samstarf hefur aldrei verið meiri en núna,” útskýrir Lyazzat Yangaliyeva, fulltrúi bahá'í samfélagsins á þinginu. Framlag bahá'ía á þinginu fjallaði fyrst og fremst um það sem er eitt af þeim atriðum sem orsakar sundrungu í heiminum í dag—trúarfordóma.

Í ræðu sinni minntist ritari Alþjóðlega bahá'í samfélagsins Joshua Lincoln á þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir. “Eins og fréttirnar bera með sér þá er eðli og framtíð heimsvæðingar ótrygg. Í þessari viku fluttu alþjóðastofnanir okkur varnaðarorð um miklar hættur sem steðja að vistkerfi okkar og efnahagslífi heimsins.”

Hann staðhæfði að það væri algjörlega nauðsynlegt að sigrast á þeim tálmunum sem standa í vegi fyrir samvinnu. “Bahá'í ritin vara við þeim hættum sem stafa af trúarfordómum og hatri. Það ætti aldrei að líðast að trúarskoðanir ali af sér andúð í garð annars fólks.

Það er einkum tvennt sem er algjörlega nauðsynlegt til að fást við trúarfordóma, og það er samtal og fræðsla í siðfræði.”

Fjórir einstaklingar voru í bahá'í sendinefndinni á ráðstefnunni. Af þeim voru tveir þeirra fulltrúar bahá'í samfélagsins í Kazakhstan, Askhat Yangaliyev og Serik Tokbolat.

Þingið var skipulagt af ríkisstjórn Kazakhstan og forseti landsins Nursultan Nazarbayev var gestgjafi þess. 82 sendinefndir frá 46 löndum sóttu þingið. Næsta þing verður haldið árið 2021.