Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Elsa Benediktsdóttir sendir frá sér bænahefti með myndum eftir sig


18. október 2018 Höfundur: siá
Bahá'í bænahefti með vatnslitamyndum Elsu Benediktsdóttur er komið út

Bahá'í bænahefti með vatnslitamyndum Elsu Benediktsdóttur er komið út

 

Elsa Benediktsdóttir, bahá'í sem býr á Akureyri, hefur gefið út fallegt hefti sem ber nafnið Bænaperlur. Heftið inniheldur nokkrar bahá'í bænir og er myndskreytt með vatnslitamyndum eftir hana. Að auki eru með hverjum kafla stuttar tilvitnanir í rit bahá'í trúarinnar. Geoffrey Pettypiece prentari sá um umbrot og annað sem viðkom útgáfunni. Um leið og það liggur fyrir hvar og hvernig bókin verður fáanleg verður greint frá því.