Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í námsbraut fjallar um lausnir á kynþáttavandamálum


10. október 2018 Höfundur: siá
Aðalræðumenn málstofunnar að þessu sinni voru Jabari Mahiri, prófessor í menntamálum og Mary Jane Brinton námsbrautarstjóri í fjölskyldumálum við háskóla Kaliforníu, Berkeley. Dr. Mahiri telur að það sé kominn tími til að endurskoða þau viðmið sem umræður um kynþætti og réttlæti gagnvart kynþáttum leggja til grundvallar.

Aðalræðumenn málstofunnar að þessu sinni voru Jabari Mahiri, prófessor í menntamálum og Mary Jane Brinton námsbrautarstjóri í fjölskyldumálum við háskóla Kaliforníu, Berkeley. Dr. Mahiri telur að það sé kominn tími til að endurskoða þau viðmið sem umræður um kynþætti og réttlæti gagnvart kynþáttum leggja til grundvallar.

 

COLLEGE PARK, MARYLAND, Bandaríkjunum, 4. október 2018, (BWNS) — Árlegur fyrirlestur Bahá'í námsbrautar um heimsfrið fjallaði að þessu sinni um kynþáttamál. Hann var haldinn innan háskóla Marylands. Fyrirlesturinn er hluti af umfjöllun um kynþáttahyggju og rætur kynþáttafordóma.

"Fram að þessu höfum við haldið 11 aðskilda fyrirlestra eða málstofur og boðið 22 þekktum fræðimönnum að flytja erindi um niðurstöður rannsókna sinna,” útskýrir Hoda Mahmoudi námsbrautarstjóri. "Bahá'í ritin útskýra að ekki fyrr en Ameríka tekur miklum framförum í samskiptum kynþátta muni landið öðlast stöðugleika, sanna velmegun og hamingju.”

Um það bil 370 manns sóttu fyrirlesturinn í ár. Þar á meðal kennarar og starfslið háskólans í Maryland, College Park og virtir gestir víða af landinu. Margir háskólanemar sóttu líka fyrirlesturinn.

Nánar hér.