Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í barnakennsla í þjóðarmiðstöð


7. október 2018 Höfundur: siá
Bahá'í barnakennsla í þjóðarmiðstöðinni

Bahá'í barnakennsla í þjóðarmiðstöðinni

 

Bahá'í barnakennsla vetrarins hófst í þjóðarmiðstöðinni í dag. Um það bil 10 börn tóku þátt í fyrstu kennslustundinni. Mæður sumra barnanna voru einnig viðstaddar. Kennslan var í höndum Ernu Magnúsdóttur og fleiri. Börnin læra um bahá'í trúna og ýmsar dyggðir sem gott er að tileinka sér. Þau læra bænir, syngja, lita og leika sér. Þau heyra sögur um hetjur trúarinnar og stundum bregða þau sér í búninga og leika stutta leikþætti. Einn slíkur var fluttur í dag og höfðu börnin mikla ánægju af því.

Gunnar Vilhelmsson tók myndina sem fylgir fréttinni.