Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Grein um Skóga í Þorskafirði í Bændablaðinu


4. október 2018 Höfundur: siá
Síðustu ár hefur verið unnið sleitulaust að uppgræðslu landsins að Skógum

Síðustu ár hefur verið unnið sleitulaust að uppgræðslu landsins að Skógum

 

Nýjasta tölublað Bændablaðsins inniheldur grein eftir Böðvar Jónsson um skógræktar- og landgræðslustarfið að Skógum í Þorskafirði, sem bahá'íar á Íslandi annast í samstarfi við Skjólskóga. Greinin er á blaðsíðu 46 og hefst með þessum orðum: "Á jörðinni Skógum í Þorskafirði hefur verið að unnið að skógrækt síðan í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar. Skógar teljast samkvæmt upplýsingum Nytjalands 13 ferkílómetrar að flatarmáli en jörðina tók íslenska bahá‘í samfélagið í arf eftir Jochum Eggertsson, skáld, rithöfund og eins af frumkvöðlum skógræktar á Íslandi." 

Jochum Eggertsson sem þarna er getið var einn af fyrstu bahá'íum landsins. Hann var ættingi Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds sem fæddist á Skógum.

Á bahá'í heimasíðunni er stuttlega sagt frá starfinu að Skógum og sögu þess. 

Meðfylgjandi myndir eru eftir Þórarinn Ólafsson, sem hefur tekið mikið af fallegum myndum að Skógum. Myndirnar eru birtar með hans leyfi.

Skógar er sannkallaður unaðsreitur

Skógar er sannkallaður unaðsreitur