Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Þrír bahá'íar setja fram tillögur um þróun Sameinuðu þjóðanna


4. september 2018 Höfundur: siá
Tillagan setur fram hugmyndir um öflugri alþjóðlega stjórnstofnun sem byggir á Sameinuðu þjóðunum (Ljósmynd eftir Basil D Soufi, Wikimedia Commons)

Tillagan setur fram hugmyndir um öflugri alþjóðlega stjórnstofnun sem byggir á Sameinuðu þjóðunum (Ljósmynd eftir Basil D Soufi, Wikimedia Commons)

STOKKHÓLMI, 14. ágúst 2018, (Bahá'í heimsfréttaþjónustan)— Eftir því sem samskipti þjóða á milli eykst og eftir því sem þörfin fyrir einingu mannkyns verður meira aðkallandi, þurfa stjórnkerfi á alþjóðlegum vettvangi að þróast. Þessi hugmynd er kjarninn í verðlaunaðri tillögu um hnattrænt stjórnskipulag sem þrír bahá'íar, sem eru sérfræðingar í alþjóðlegri stjórnsýslu, settu fram.

Mörg þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir eru hnattræn í eðli sínu. Þau verða ekki leyst án öflugrar alþjóðlegrar samvinu af einhverju tagi, “segir Augusto Lopez-Claros, alþjóðlegur hagfræðingur, annar af höfundum tillögunnar. (Augusto heimsótti íslenska bahá'í samfélagið á síðasta ári og hélt fyrirlestra í bahá'í þjóðarmiðstöðinni um efnahagsmál. Sjá hér)

Sameinuðu þjóðirnar leggja grunninn að alþjóðlegri stjórnsýslu, en tillagan færir rök fyrir þörfinni á öflugra alþjóðlegu stjórnkerfi. Í tillögunni er útskýrt í grófum dráttum hugmyndir um stjórnsýslu sem hefur tvær löggjafasamkundur: ein með þjóðlegum fulltrúum og hin með fulltrúum sem taka að sér sérstök hnattvíð málefni, eins og umhverfismál, mannréttindi og önnur málefni. Hún mundi einnig hafa öflugra framkvæmdavald, sem hefði á að skipa alþjóðlegum öryggissveitum, og einnig reyndan alþjóðlegan dómsstól sem kveða mundi reglulega upp bindandi ákvarðanir. Nánar hér.

Frá vinstri Maja Groff, Augusto Lopez-Claros, og Arthur Dahl eru höfundar tillögunnar. Hún var ein af þremur tillögum sem fengu verðlaun Global Challenges Foundation, samtaka sem efna til umræðna um þau vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir.

Frá vinstri Maja Groff, Augusto Lopez-Claros, og Arthur Dahl eru höfundar tillögunnar. Hún var ein af þremur tillögum sem fengu verðlaun Global Challenges Foundation, samtaka sem efna til umræðna um þau vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir.