Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Framsókn kvenna og stúlkna til umræðu á stórri ráðstefnu um þróunarmál


9. júní 2018 Höfundur: siá
Evrópski þróunardagurinn í Brussels

Um 8 þúsund manns sótti Evrópska þróunardaginn í Brussels í þessari viku

BRUSSELS, 8. júní 2018, (BWNS) – Átta þúsund manns sóttu í þessari viku mikilvæga ráðstefnu sem fjallaði um efnið: “Framsókn kvenna og stúlkna er grundvallaratriði í sjálfbærri þróun.” Tilefni ráðstefnunnar var árlegur fundur sem nefnist Evrópskir þróunardagar, sem að þessu sinni var haldinn 5. og 6. júní í Brussels. Fundurinn var vel sóttur. Ýmis óháð félagasamtök og trúarhópar tóku þátt. Ráðherrar, meðlimir konungsfjölskyldna og evrópskir embættismenn voru meðal gesta ráðstefnunnar.

“Framsókn kvenna felur ekki aðeins í sér að konur nái sömu stöðu og menn í nútímaþjóðfélagi, eða að konur hafi möguleika á að taka þátt í þjóðfélaginu,” sagði Rachel Bayani, fulltrúi Alþjóðlega bahá'í samfélagsins (ABS) í ræðu sinni á fyrsta degi fundar sem Alþjóðlega bahá'í samfélagið gekkst fyrir við upphaf þingsins.

“Við þurfum nýtt fyrirkomulag og annars konar samskipti, sem konur og menn mynda með sér í sameiningu, sem mætir þörfinni fyrir hnattvítt og samtengt þjóðfélag.” hélt hún áfram.

Fundurinn þann 5. júní beindi sjónum sínum að menntun stúlkna, málefni sem ABS (Alþjóðlega bahá'í samfélagið) hefur fjallað um í marga áratugi og sem á rætur sínar að rekja í kenningar Bahá'u'lláh. Varaformaður Evrópuþingsins, Heidi Hautala, sem ávarpaði atburðinn sem ABS gekkst fyrir, lagði áherslu á mikilvægi þess að þjóðfélagsleg og efnahagsleg þróun tryggi að stúlkur njóti menntunar.

ABS sýndi Mercy’s Blessing, verðlaunakvikmynd um menntun stúlkna.

Ráðstefnan, sem lauk á miðvikudag, fjallaði um margs konar málefni sem snerta eflingu kvenna og varðveislu réttinda þeirra á svið þjóðfélagslegrar og efnahagslegrar þróunar.