Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Álfuráðgjafar ræða um andlega umbreytingu og þjóðfélagsbreytingar: 1. hluti.


3. júní 2018 Höfundur: siá
Zoraida Garcia Garro (til vinstri) og Saba Mazza, meðlimir Álfuráðs Evrópu, segja frá reynslu sinni af ungmennastarfi í álfunni

Zoraida Garcia Garro (til vinstri) og Saba Mazza, meðlimir Álfuráðs Evrópu

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 1. júní 2018, (BWNS) – Um það bil 80 álfuráðgjafar, komu saman nýlega á ráðstefnu sem haldin var við Bahá'í heimsmiðstöðina eftir að tólfta bahá'í alþjóðaþinginu lauk. Við það tækifæri ræddu þeir um þróun bahá'í samfélaga víðs vegar um heiminn.

Álfuráðgjafarnir aðstoða bahá'í samfélögin í viðleitni þeirra við að umbreyta þjóðfélaginu, með því að hvetja til starfsemi, efla menntun og deila með öðrum þeirri reynslu sem grasrótin um allan heim hefur öðlast. Þeir eru skipaðir af Allsherjarhúsi réttvísinnar til fimm ára í senn.

Á síðasta fundir þeirra við Bahá'í heimsmiðstöðina, hittust nokkrir álfuráðgjafar til að ræða um samfélagsuppbyggingu, andlega umbreytingu og þjóðfélagsbreytingar. Alþjóðlega bahá'í fréttaveitan tók samræður þeirra upp og bjó til úr þeim röð hlaðvarpa (podcasts).

Í hlaðvarpinu sem fylgir þessari frétt, ræða álfuráðgjafarnir um hvaða áhrif andleg og siðferðisleg starfssemi, sem bahá'í samfélagið býður upp á, hefur á ungmenni og samfélögin sem þeir lifa í. Til að útskýra þetta segja þeir frá slíku starfi í Kambódíu, á Kiribati, Indlandi, í Noregi, á Spáni og á Timor Leste (Austur Timor).

Einn þeirra sem segir frá, Daniel Pierce Olam, hefur unnið með samfélögunum í Timor Leste. Hann kemst svo að orði: “Ungmennin vilja gjarnan taka þátt í því að stuðla að framförum í sínu landi og á síðustu árum hafa mörg ungmenni í Dili, höfuðborg Timor Leste, laðast að ungmennastarfi bahá'í samfélagsins, sem gerir þeim kleift að leggja sitt að mörkum til að bæta samfélag þeirra... Stórir hópar ungmenna koma saman og þeir byrja að feta saman stíg þjónustu. Þeir eru mjög hrifnir af þessari hugmynd og þeir hefjast handa af miklum eldmóð.”

“Við höfum orðið vitni af þeim áhrifum sem ungt fólk hefur á nágrenni sitt,” útskýrir Zoraida Garcia Garro, þegar hún segir frá Kanaríeyjunum, sem tilheyra Spáni. “Og við sjáum líka breytinguna sem er að verða á lífi þeirra sjálfra.”

Gloria Javid, hefur þetta að segja um reynslu bahá'í samfélagsins í Nýju Delhí á Indlandi: “Stórir hópar ungmenna sem styðja hver annan mynda jákvæðan jafningjaþrýsting. Þegar við tölum um þrýsting frá jafnöldrum í skólum þá eigum við yfirleitt við þrýsting í ranga átt... Þegar stór hópur ungmenna fást við samskonar hluti, þjóna samfélagi sínu, sýna kennurum sínum í skólanum meiri virðingu, gera ýmislegt fyrir yngri systkini sín heima við, þá skapar það umhverfi þar sem það verður vinsælt að láta gott af sér leiða. Og þau styðja hvert annað í þessu góða starfi, þannig að þeim finnst þau ekki vera utanveltu.”

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið hér.