Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Líflegar umræður héldu áfram á seinni degi landsþings


27. maí 2018 Höfundur: siá
Góður andi ríkti á landsþingi bahá'ía sem lauk í dag

Góður andi ríkti á landsþingi bahá'ía sem lauk í dag

Seinni dagur landsþingsins hófst með ávarpi nýkjörins Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi. Skýrsla gjaldkera var flutt og Matthías Pétur Einarsson, trúnaðarmaður Réttar Guðs, ávarpaði þingið. Samráð þingfulltrúa um efnisatriði Ridván boðskapar Allsherjarhúss réttvísinnar hélt síðan áfram og var sjónunum beint að auðgun tilbeiðslulífs í samfélaginu.

Í fundarhléi fluttu Kristín Svanhildur Ólafsdóttir og tveir synir hennar fallegt lag sem Kristín samdi við bæn eftir Bahá'u'lláh.

Eftir hádegi hélt samráð um efni Ridvan boðskaparins áfram og var nú rætt um hvernig megi auka hæfni stofnana trúarinnar á Íslandi. Einnig voru ýmis önnur gagnleg málefni tekin til umfjöllunar. Fulltrúarnir sögðu frá starfinu í sínum samfélögum og þeim sigrum sem hafa unnist.

Nýkjörið Andlegt þjóðarráð bahá'ía á Íslandi

Nýkjörið Andlegt þjóðarráð bahá'ía á Íslandi

Undir lok þingsins voru lesnar kveðjur sem verða sendar til Allsherjarhúss réttvísinnar og Álfuráðs Evrópu. Að lokum þakkaði formaður þingsins, Róbert Badí Baldursson, fundargestum fyrir jákvætt og uppbyggjandi samráð og klappað var fyrir þeim sem sáu um undirbúning þingsins.

Mjög góður andi ríkti á þinginu. Fulltrúarnir, sem komu víðs vegar af landinu, héldu aftur heim á leið staðráðnir í að vinna nánar saman og leggja sig jafnvel enn meira fram á komandi mánuðum.