Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í dagatal fyrir árið 175 (2018-2019) er komið út


8. febrúar 2018 Höfundur: siá
Bahá'í dagatal fyrir árið 175 (2018-2019) er komið út

Bahá'í dagatal fyrir árið 175 (2018-2019) er komið út

Nýtt bahá'í dagatal fyrir árið 175 EB (2018-2019) er komið út. Hægt verður að panta það hjá bahá'í skrifstofunni, Kletthálsi 1, s. 567 0344. Dagatalið er í A4 stærð prentað á 300 gr. pappír með fallegri og endingargóðri silk matt áferð. Verðið er 500 kr.

Bahá'í dagatalið er talsvert frábrugðið venjulegu dagatali. Í hverjum mánuði eru 19 dagar og í byrjun hvers mánaðar er haldin samkoma sem nefnist 19 daga hátíð. Á hverju ári eru 11 helgidagar, þar af eru níu dagar þar sem bahá'íar taka sér frí frá vinnu. Nýtt ár hefst í mars, þegar föstumánuðinum lýkur. Á undan föstunni eru 4 til 5 aukadagar (eftir því hvort um hlaupár er að ræða eða ekki), sem ætlaðir eru til að gleðjast, sýna gestrisni og sinna mannúðarstörfum. Bahá'í tímatalið hófst með yfirlýsingu Bábsins, fyrirrennara Bahá'u'lláh, árið 1844.

Dagatalið hefur einnig verið sett upp neðst á forsíðu þessa vefs, í fæti síðunnar.