Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Dauðadómi yfir jemenskum bahá'ía mótmælt


10. janúar 2018 Höfundur: siá
Gamli borgarhlutinn í Sana'a, sem er stærsta borgin í Jemen.

Gamli borgarhlutinn í Sana'a, sem er stærsta borgin í Jemen.

SANA'A, Jemen, 9. janúar 2018, (Alþjóðlega bahá'í fréttaveitan) — Meira en 100 þekktir aðgerðarsinnar, lögmenn og hugsjónamenn hafa mótmælt dauðadómi yfir jemenska bahá'íanum Hamed bin Haydara, sem var fangelsaður fyrir fjórum árum fyrir trú sína.

Hamed var dæmdur til dauða af dómstóli í Sana’a 2. janúar síðastliðinn. Dómarinn krafðist þess líka að allar bahá'í stofnanir yrðu lagðar niður. Með því setti hann allt bahá'í samfélagið í yfirvofandi hættu.

Samt sem áður, eftir að þessi ófyrirleitni dómur var kveðinn upp í Sana’a, sem er stjórnað af Houthi ættbálknum, reis alda stuðnings um allt héraðið fyrir bahá'í samfélagið í Jemen.

Stuðningur arabíska heimsins var sérstaklega athyglisverður. Þekktir fjölmiðlar hafa sagt frá málinu og lýst dómnum sem skýlausu mannréttindabroti.

Þessi dómur á sér ekki fordæmi hvað varðar ofsóknir gegn bahá'íum í Jemen og minnir á það óréttlæti sem bahá'í samfélagið í Íran býr við.

Hamad var handtekinn á vinnustað sínum 3. desember 2013 og hefur verið í fangelsi síðan þá.

Ofsóknir gegn bahá'í samfélaginu í Jemen hafa aukist á undanförnum árum. Nú eru sex aðrir bahá'iar í fangelsi í Sana’a og eru þeir allir sviptir lámarks mannréttindum.