Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Einstæð röð bréfa eftir 'Abdu'l-Bahá kemur út á íslensku


4. nóvember 2017 Höfundur: siá
Bréf 'Abdu'l-Bahá til Norður Ameríku og Grænlands

Bréf til Norður-Ameríku og Grænlands

Á næstu vikum gefur Bahá'í útgáfan út ritið „Töflur hinnar guðlegu áætlunar“ í íslenskri þýðingu. Bókin, sem er vönduð kilja, um 90 síður að stærð í A5 broti, verður fáanleg í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni. Hún inniheldur einstæða röð bréfa, sem ‘Abdu’l-Bahá, leiðtogi bahá'í trúarinnar frá 1892-1921, sendi til bahá’ía í Norður Ameríku og Grænlandi á tímabilinu 26. mars 1916 til 8. mars 1917. Þessi áætlun er ásamt Kitáb-i-Aqdas, Töflu Karmels og erfðaskrá 'Abdu'l-Bahá stofnskrá heimsskipulags Bahá’u’lláh. Hún var lögð fram í fjórtán töflum og er með orðum Shoghi Effendi, verndara trúarinnar, „máttugasta áætlun sem nokkru sinni hefur verið mótuð með sköpunarkrafti Hins mesta nafns.“ Hún er „knúin öflum sem ekki er í okkar valdi að meta eða segja fyrir um“ og „haslar sér völl á starfsvettvangi sem nær til fimm meginlanda og eyjanna í heimshöfunum sjö.“ Hún ber í sér „fræ andlegrar endurlífgunar heimsins og endanlegs hjálpræðis hans.“