Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í trúin kynnt víða um landið


3. nóvember 2017 Höfundur: siá
Gestir frá Albaníu í Gamla Bíói

Rúmlega 100 manns sóttu veislu sem haldin var í Gamla Bíói

Öflug kynning á bahá'í trúnni og höfundi hennar, Baháʼuʼlláh, átti sér stað helgina 20.-22. október í tengslum við hátíðahöldin í tilefni af því að 200 ár voru þá liðin frá fæðingu Hans. Baháʼíar um allan heim og þar á meðal í íslensku samfélögunum, komu saman ásamt vinum sínum og fjölskyldum til að fagna afmæli Bábsins og 200 ára afmæli Baháʼuʼlláh. Hátíðarhöld með helgistundum, tónlist, dansi og sýningu myndarinnar „Ljós fyrir heiminn“ fóru fram víða um landið.

Fjölmennasta samkoman var haldin í Reykjavík, eins og við mátti búast. Hátíðarsamkoma var í Baháʼí þjóðarmiðstöðinni og í Gamla Bíói þar sem fjöldi fólks, eða á bilinu 120-140 manns, kom saman og naut vandaðrar dagskrár í fallega skreyttum sal, sem Andlegt svæðisráð baháʼía í Reykjavík undirbjó af mikilli alúð.

Auglýsing

Auglýsing sem birt var í Víkurfréttum

Í Reykjanesbæ leigðu átrúendurnir Hljómahöllina, tónlistar- og menningarmiðstöð Suðurnesja, til að sýna heimildamyndina  „Ljós fyrir heiminn“. Þar komu saman um 35 manns, að stórum hluta fólk sem er að kynnast trúnni. Blaðagrein um afmælisárið og sögu trúarinnar í Reykjanesbæ var birt í Víkurfréttum, fréttablaði Suðurnesja.

Í Hafnarfirði hittust baháʼíar og vinir þeirra og héldu upp á fæðingarhátíðirnar og buðu bæjarbúum upp á bíósýningu í Bæjarbíói, þar sem horft var á nýju myndina um líf og kenningar Bahá’u’lláh, „Ljós fyrir heiminn.“

Átrúendur í Kópavogi buðu vinum sínum í heimahús til að fagna hátíðunum, horfðu saman á myndina og áttu góðar og innihaldsríkar samræður við gestina.

Í Hveragerði fögnuðu átrúendur fæðingarhátíðunum og myndin var sýnd í Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Fjórtán manns komu og horfðu á myndina. Tæpur helmingur þeirra sat áfram og spurði spurninga um trúna.

Á Akureyri var kvikmyndasýning auglýst í Dagskránni og myndin var sýnd í Amtsbókasafninu. Þar mættu sex manns eftir að hafa lesið auglýsinguna í blaðinu. Baháʼíarnir og gestirnir horfðu saman á myndina og áttu góðar samræður í framhaldi af henni. Nokkrir gestir mættu líka í heimahús næsta dag til að sjá myndina. Eins og áður, urðu andríkar samræður eftir sýninguna.

Á Ísafirði komu fjórir baháʼíar saman og sextán vinir og fjölskyldumeðlimir til að horfa á myndina. Viðhorf margra viðstadda gagnvart trúnni breyttist þar sem þeir gerðu sér grein fyrir því að baháʼí trúin er ekki klúbbur heldur heimstrúarbrögð.

Kvikmyndin „Ljós fyrir heiminn“ var einnig sýnd nokkrum dögum seinna á eftir helgistund í Mosfellsbæ.

Frá afhendingu fræðibóka til Háskólans

Frá afhendingu fræðibóka til Háskólans

Í tilefni af þessum tímamótum afhentu tveir meðlimir Andlegs þjóðarráðs baháʼía, þau Bee McEvoy og Róbert Badí Baldursson, Háskóla Íslands stafla fræðibóka um baháʼí trúna að gjöf fyrir hönd íslenska baháʼí samfélagsins.

Óhætt er að fullyrða að hátíðarhöldin hringinn í kringum landið er öflugasta kynning á baháʼí trúnni um árabil.