Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Muslimsk fjölskylda í Íran sýnir vinaþel


30. október 2017 Höfundur: siá
Tertan sem muslimska fjölskylda gaf

Tertan sem muslimska fjölskyldan gaf

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Tvö hundruð árum eftir fæðingu Bahá'u'lláh, hafa óteljandi samfélög í öllum heimshornum vottað knýjandi sýn Hans um betri heim virðingu sína.

Í Íran, landinu sem Bahá'u'lláh fæddist í og þar sem trú Hans hefur mátt þola endalausar bylgjur ofsókna, kom einn af mörgum látlausum þakkarvottum frá muslimskri fjölskyldu, sem bauð bahá'í nágrönnum sínum upp á fallega skreytta tertu í tilefni 200 ára afmælisins. Þetta vinaþel var sérstaklega hrífandi sökum þeirrar staðreyndar að nokkrir meðlimir þessarar fjölskyldu höfðu verið andsnúnir trúnni fyrir aðeins einni kynslóð síðan og höfðu jafnvel neitað að snerta bahá'ía, þar sem þeir trúðu því að þeir væru óhreinir.