Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í Media Bank endurspeglar hnattvíða sýn


27. september 2017 Höfundur: siá
Bahá'í Media Bank vefsíðan var uppfærð í dag

Bahá'í Media Bank vefsíðan var uppfærð í dag

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN, 26. september 2017, (BWNS) — Er nær dregur sögulegum hátíðarhöldum í tilefni af því að 200 ár verða liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh í næsta mánuði, hefur Bahá'í Media Bank (Bahá'í gagnabankinn) tekið stakkaskiptum.

Vefsíðan hefur í næstum því 11 ár verið náma myndefnis fyrir blaðamenn, kvikmyndatökumenn, nemendur og aðra.

Síðan, sem inniheldur meira en 1,600 ljósmyndir, auk korta og grafísks efnis, skiptist í fimm megin flokka: starfsemi bahá'í samfélaga, stjórnkerfið og stofnanir þess, byggingar og staðir, sögulegt myndefni, samkomur og ráðstefnur.Vefsíðan veitir sýn inn í fjölbreytni bahá'í samfélagsins og breidd starfsemi þess, bæði í grasrótinni og á þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Hún inniheldur einnig talsvert af sögulegum ljósmyndum.

Ný mynd á vefsíðunni af helgidómi Bábsins

Ný mynd á vefsíðunni af helgidómi Bábsins

Vefsíðan verður uppfærð öðru hvoru og nýjum ljósmyndum bætt við í hina ýmsu flokka. Þetta er slóðin á vef The Bahá'í Media Bank: http://media.bahai.org/.