Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Landgræðsla að Skógum í Þorskafirði


18. ágúst 2017 Höfundur: siá

 

Hér var gróðurlaus melur áður en landbætur hófust.

Hér var gróðurlaus melur áður en landbætur hófust.

Þjóðskáldið og presturinn Matthías Jochumsson fæddist að Skógum í Þorskafirði þann 11. nóvember 1835 og ólst þar upp til ellefu ára aldurs. Minnismerki um hann er í landi Skóga. Bróðursonur hans, Jochum M. Eggertsson (1896-1966), sem notaði rithöfundarnafnið Skuggi, eignaðist Skóga árið 1951 og stundaði þar skógrækt. Jochum var einn af fyrstu bahá'íum á Íslandi. Hann arfleiddi bahá'í samfélagið að jörðinni.

Í júní höfðu margir tækifæri til að heimsækja Skóga þar sem sumarskólinn var haldinn að Reykhólum. Þá fengu átrúendur og vinir þeirra tækifæri til að kynnast þessum dásamlega stað og fræðast um þá uppbyggingu og rækt sem átt hefur sér stað undanfarin ár og áratugi.

Starfið í Skógum er mikið og fjölbreytt. Girðingarvinna er yfirleitt fyrsta verk vorsins og keppast menn við að klára hana áður en bændur sleppa fé lausu. Því næst tekur áburðargjöf og fræsáning við og svo hafa verið gróðursettar um 7000 plöntur á hverju sumri. Þetta er gífurleg vinna sem er unnin í óeigingjarnri sjálfboðavinnu.