Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Markvert samfélagsverkefni á Haiti


18. ágúst 2017 Höfundur: siá
Tölvukennsla í umsjá Sourette í Bayoné Tripo. Þetta verkefni er hluti af samfélagsverkefni sem hjónin Holiday og Rainn Wilson reka á Haiti. Verkefnið er styrkt af Mona Foundation. Computer lessons with Sourette at Bayonè Tripo #lidehaiti @holidayreinhorn @lidehaiti @rainnwilson #monafoundation

Tölvukennsla í umsjá Sourette í Bayoné Tripo. Þetta verkefni er hluti af samfélagsverkefni sem hjónin Holiday og Rainn Wilson reka á Haiti. Verkefnið er styrkt af Mona Foundation. Computer lessons with Sourette at Bayonè Tripo #lidehaiti @holidayreinhorn @lidehaiti @rainnwilson #monafoundation

Hjónin Holiday og Rainn Wilson, sem voru gestir bahá'í sumarskólans að Reykhólum í sumar reka samfélagsverkefni á Haiti. Þetta er greinilega félagslegt verkefni sem vert er að veita athygli. Stuðningurinn við Haiti eftir jarðskjálftann varð aldrei sá sem þjóðirnar höfðu lofað svo framtak sem þetta er mikilvægt. Það er auðvelt að gerast stuðningsaðili og lámarksgjaldið er ekki hátt: $ 5.00, eða rétt rúmar 500 kr. Við höfum ekki öll getu eða fjárráð til að stofna til svona verkefnis en við getum stutt þá sem hafa frumkvæðið og getuna, því í bernsku var okkur kennt að margt smátt gerir eitt stórt. (Fréttin er unnin upp úr tilkynningu frá Böðvari Jónssyni). https://www.lidehaiti.org/