Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ungmenni þjálfa sig í að þjóna mannkyni


16. ágúst 2017 Höfundur: siá
Ungmenni að nema Ruhí bók 2, sem fjallar um þjónustu

Ungmenni að nema Ruhí bók 2, sem fjallar um þjónustu

Fjöldi ungmenna kom saman á Kistufelli um síðustu helgi til að nema bók 2 í Ruhí námshringnum, en hún fjallar um þjónustu. Hópurinn tók einnig þátt í umdæmissamkomu á laugardeginum. Á laugardagskvöldinu skipti hópurinn sér í fjóra hópa til að fara í heimsóknir til átrúenda í Mosfellsbæ og Reykjavík í þeim tilgangi að deila með þeim kynningu á hinum eilífa sáttmála Guðs. Kristín Ólafsdóttir var ein þeirra sem fékk hóp ungmenna í heimsókn: "Takk fyrir mig, það var dásamlegt fyrir okkur fjölskylduna að fá svona frábæra heimsókn. Hér fóru fram samræður um sáttmálann, kynningu á trúnni, lífið eftir dauðann og á eftir fórum við með bænir. Það var alveg sérstök upplifun hvernig allir tóku þátt, frá 5 ára og upp í 50+. Meira svona!!" Hópurinn stefnir á að hittast aftur í september til að halda náminu áfram.