Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Umdæmissamkoma í glaða sólskini að Kistufelli


13. ágúst 2017 Höfundur: siá
Barnakennsla í húsinu að Kistufelli meðan á umdæmissamkomu stóð

Barnakennsla í húsinu að Kistufelli meðan á umdæmissamkomu stóð

Bahá'íar hittast á þriggja mánaða fresti á svokölluðum "umdæmissamkomum." Ein slík samkoma var haldin í gær í glaða sólskini úti undir beru lofti á landareign bahá'ía að Kistufelli undir Esjurótum. Sérstök dagskrá var haldin fyrir börnin. Mikið af ungmennum var meðal þáttakenda á umdæmissamkomunni, enda stóð yfir bahá'í þjálfunarnámskeið á staðnum. Arianna Ferro söng nokkur lög við góðar undirtektir. Vigdís Erla Rafnsdóttir sagði frá spennandi útbreiðslu- og uppbyggingarstarfi í London sem hún tók nýverið þátt í. Lesin var frásögn af sams konar starfi í Afríku. Einnig var rætt um kvikmynd sem Allsherjarhús réttvísinnar, æðsta stofnun trúarinnar, er að láta vinna í tilefni af 200 ára fæðingarári Bahá'u'lláh, opinberanda trúarinnar. Hafnarfjörður og Reykjavík hafa leigt bíósali til að sýna myndina og verður almenningi boðið. Það myndaðist sterkur einingarandi meðal allra á samkomunni. Allt í einu lægði vindinn og féll á stafalogn. Sólin sendi heita geisla sína yfir alla. Það var næstum því eins og Almættið væri að senda okkur þau skilaboð að bjartari tímar væru framundan, að blóm bahá'í trúarinnar væri við það að springa út í okkar dásamlega landi.

Umdæmissamkoma undir beru lofti að Kistufelli

Umdæmissamkoma undir beru lofti að Kistufelli

 

Meðfylgjandi er lag sem samið var um þetta efni. Það er sungið af Kötlu Maríu og Söru Gumundsdóttur, þegar þær voru yngri að árum. Lagið var að finna á hljóðsnældunni "Við erum blóm" sem Óskar Guðnason framleiddi.

https://www.youtube.com/watch?v=YDbDLCsxu0U&index=6&list=PLRpBNmnT_l1OgJ...