Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Mikill áhugi fyrir fyrirlestri Rainn Wilson


26. júní 2017 Höfundur: siá
Þéttsetinn salur á fyrirlestri Rainn Wilson í bahá'í þjóðarmiðstöðinni

Þéttsetinn salur á fyrirlestri Rainn Wilson í bahá'í þjóðarmiðstöðinni

 

Bahá'í þjóðarmiðstöðin að Kletthálsi 1 var þéttsetin í gær, sunnudaginn 25. júní, þegar Rainn Wilson leikari flutti fyrirlestur um Bahá'u'lláh, ævi hans og kenningar. Hann kallaði Bahá'u'lláh andlegan byltingarmann. Fyrirlestur hans var bæði skemtilegur og fræðandi. Auk þess svaraði hann spurningum úr sal.

Rainn Wilson og Ólafur Darri

Rainn Wilson og Ólafur Darri

 

Ólafur Darri leikari sem er vinur Rainn mætti og sagði frá kynnum sínum af honum en þeir léku báðir í kvikmynd sem tekin var á síðasta ári. Rainn Wilson er einkum þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum "The Office." Gunnar Vilhelmsson tók ljósmyndirnar sem fylgja þessari frétt.

Fyrlrlesturinn var tekinn upp á myndband. Hér er tengill á hann: https://www.youtube.com/watch?v=l6V-1A8in7c&feature=share