Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Rainn Wilson aðalfyrirlesari á sumarskóla


5. júní 2017 Höfundur: siá
Bahá'í sumarskólinn verður haldinn í Reykhólaskóla dagana 14.-18. júní.
Meginþema skólans er Bahá'u'lláh, líf Hans og opinberun, í ljósi þess að
tvö hundruð ár verða liðin frá fæðingu Hans í ár. Eins og venjulega
verður dagskrá fyrir alla aldurshópa - börn, ungmenni og fullorðna.
Skólinn er öllum opinn. Aðalfyrirlesari skólans er leikarinn góðkunni,
Rainn Wilson, en hann er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum "Office".
Efni fyrirlestranna sem Rainn Wilsons flytur:

“Sálarpönnukökur” og innihaldsríkar samræður: Gagnvirk vinnustofa

þar sem kannaðar eru nýjar leiðir, að nota listir og sköpun til að efla

samræður og að kveikja neista og nálgast þannig andlegleika á nýjan hátt.

Myndlíkingagarðurinn: Nánari skoðun á ritum Bahá’u’lláh og notkun

myndlíkinga með áherslu á táknræna merkingu "garða" og merkingarsvið

þeirra innan hins andlega vors Ridvánhátíðarinnar.

Að kynnast Bahá'u'lláh: Í innsta eðli bahá'í trúar eru djúpstæð tengsl við

stofnanda trúarinnar. Í þessum fyrirlestri verður líf Bahá'u'lláh tekið til

vandlegrar skoðunar og þeir mörgu þættir sem gera hann að birtanda Guðs.

Ódauðleikinn og sálin: Könnun á andlegum veruleika okkar, okkar sanna eðli

og leyndardómum sálna okkar. Við munum líka skoða dauðann út frá forsendum

ódauðleikans.

 

Auk þess mun Eysteinn Guðni Guðnason halda fyrirlestur um Badí dagatalið

(dagtalið sem bahá'íar hafa tekið upp). Sigurður Ingi Ásgeirsson flytur efnið:

Sannanir um komu Bahá'u'lláh og eru sannanirnar byggðar á Biblíunni.

Og síðast en ekki síst flytur Matthías Pétur Einarsson erindið "Réttur Guðs".

LikeShow more reactions