Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Þremur tonnum af áburði dreift á Skógum


17. maí 2017 Höfundur: siá
Böðvar Jónsson (til vinstri) og Eðvarð T. Jónsson huga að ástandi ungra trjáa að Skógum í Þorskafirði

Böðvar Jónsson (til vinstri) og Eðvarð T. Jónsson huga að ástandi ungra trjáa að Skógum í Þorskafirði

 

 

Starfið í Skógum fór óvenju snemma að stað þetta vorið. Á þessum tímapunkti er staða mála mjög góð. Landgræðslan var sérlega rausnarleg í áburðarstuðningi þannig að keypt voru 3 tonn af áburði sem lokið var við að dreifa í gær (15. maí). Fyrr í vor dreifðum við umtalsverðu af grasfræi í mela og skriður, sex pokum af túnvingli frá Landgræðslunni og þremur pokum af rýgresi. Þær skriður og melar sem sáð var í höfðu forgang þegar kom að áburðardreifingunni. Viðhald girðingarinnar hófst snemma í vor en endanlegum frágangi lauk í dag með tengingu hennar. Spennan á girðingunni er eins og best verður á kosið, 8000 volt, sem vonandi tryggir fáa eða helst enga útrekstrardaga. (Böðvar Jónsson)