Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Nýlega þýdd bæn eftir 'Abdu'l-Bahá


12. apríl 2017 Höfundur: siá
Lótusblóm

Lótusblóm

Ný útgáfa af bahá'í bænabók kom út fyrir skemmstu, en hún inniheldur bænir eftir Bahá'u'lláh, Bábinn og 'Abdu'l-Bahá. Bahá'í trúin er afar rík af dásamlegum og öflugum bænum sem hrífa sálina til æðri vídda. Margar þeirra innihalda fallegar líkingar. Eftirfarandi bæn eftir 'Abdu'l-Bahá var þó ekki til í íslenskri þýðingu fyrr en nú.

„Þú veist, ó Guð, og ert mér til vitnis um að ég hef enga þrá í hjarta mínu aðra en að hljóta velþóknun Þína, öðlast staðfestu í undirgefni við Þig, helga mig þjónustu við Þig, starfa í Þínum mikla víngarði og fórna öllu á vegi Þínum. Þú ert hinn alvísi, hinn alsjáandi. Ég óska einskis annars í ást minni til Þín en að beina skrefum mínum til fjalla og eyðimarka og kunngera hárri raust komu ríkis Þíns og hefja upp kall Þitt meðal allra manna. Ó Guð! Greið þú götu þessa hjálparvana biðjanda, gef læknisdóm þinn þessum sjúka og græðingu þína þessum þjáða. Með brennandi hjarta og tárvotum augum sárbæni ég Þig við fótskör Þína.
  Ó Guð! Ég er reiðubúinn að þola hverja raun á vegi Þínum og þrái af öllu hjarta að mæta sérhverri þrengingu.
  Ó Guð! Varðveit mig fyrir prófraunum. Þú veist vel að ég hef snúið baki við öllu sem er og leyst mig frá sérhverri hugsun. Ég hef engan starfa með höndum annan en að minnast þín og engan metnað nema að þjóna Þér.“
‘Abdu’l-Bahá