Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Hugað að girðingu og gróðri


10. apríl 2017 Höfundur: siá
Vaðalfjöll

Vaðalfjöll

Böðvar Jónsson frá Akureyri er stadddur á landareign bahá'ía að Skógum í Þorskafirði til að skoða ástandið á girðingunni umhverfis landið og athuga hvernig trjáplönturnar komu undan vetrinum. Hann gekk meðfram girðingunni eða ferðaðist á sexhjóli. Girðingin þurfti lítilla lagfæringar við og plönturnar höfðu ekki orðið fyrir miklum skaða. Eftir að ný girðing var reist gerist það æ sjaldnar að kindur sleppi inn á landareignina. Gróðurinn fær því tækifæri til að vaxa. Í vor stendur til að planta 10 þúsund plöntum á jörðinni. Skógar í Þorskafirði er fæðingarstaður þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar.