Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í frá Ástralíu vill hitta íslensk trúsystkini sín


9. apríl 2017 Höfundur: siá
Mogamet Dollie

Mogamet Dollie

Mogamet Dollie, bahá'í frá Ástralíu er staddur á Íslandi í nokkra daga. Hann er á leiðinni heim til sín, eftir tveggja og hálfs árs þjónustu við Bahá'í heimsmiðstöðina í Haifa, Ísrael. Hann var verkstjóri starfsliðs við heimsmiðstöðina sem sá um að viðhalda og lagfæra hliðin og lampana við helgistaðina, ásamt ýmsum öðrum hlutum úr stáli. Hann vann á ýmsum stöðum, þar á meðal við stallana á Karmelfjalli, í Bahjí og í Ridván garðinum. Þessi indæli maður kom hingað til lands með það í huga að hitta bahá'ía á meðan á stuttri heimsókn hans stendur. Mogamet ólst upp í Suður Afríku í bahá'í fjölskyldu. Hann býr núna í Sydney, Ástralíu. Þeir sem vilja bjóða honum í heimsókn eða fá hann á samkomu til að segja frá starfi sínu við heimsmiðstöðina og lífi sínu sem bahá'í, þurfa að hafa hraðar hendur því hann fer af landi brott á miðvikudaginn. Eini lausi tíminn er því mánudags- eða þriðjudagskvöldið. Pantið  tíma með honum með því að senda tölvupóst á þetta netfang: sigurduringiasgeirsson@gmail.com fyrir klukkan tvö á morgun, mánudag.