Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Annáll ársins 2023 frá Bahá'í heims­frétta­þjónustunni


3. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

Samsett mynd frá atburði í fulltrúadeild Brasilíska þingsins.

Í Brasilíu fagnaði fulltrúadeild Brasilíska þingsins aldarafmæli bahá’í samfélagsins þar í landi. Varaþingkonan Érika Kokay (efst til hægri) talaði með áhrifa miklum hætti um möguleika bahá’í kenninganna til að hvetja til aukinnar einingar: „Í þessum þingsal, þar sem oft kemur til deilna og árekstra, getum við í dag hlustað á friðarsinfóníu bahá’í samfélagsins. Bahá’í kenningarnar minna okkur daglega á að mannkynið er eitt. Þetta er söngur um mikið hugrekki og mótvægi við allan ótta – um trú á annað fólk og trú á þann möguleika að allir geti lifað saman í sátt.“

Árið 2023 skuldbatt bahá’í heimssamfélagið sig til að leggja verulega af mörkum til þess að efla félagslegar framfarir, hlúa að einingu og stuðla að friði. Baháʼíar frá ýmsum heimshornum komu saman til að skapa griðastaði vonar og sátta í ólgusjó alþjóðamála. Þeir benda á þær þrengingar sem blasa við heiminum í dag og þörfina á samstarfi þjóða og samfélaga viðleitni til að lina þær.

Eitt af lykilþemum ársins 2023 var aukin samfélagssátt. Baháʼíar um allan heim opnuðu hjörtu sín fyrir einstaklingum af öllum uppruna og bakgrunni, hófu sig yfir deilur og sundrungu og fögnuðu hugmyndinni um eina mannlega fjölskyldu.

Í Brasilíu minntist fulltrúadeild þjóðþingsins aldarafmælis bahá’í samfélagsins. Þingmenn lögðu áherslu á þá möguleika sem bahá’í kenningarnar hafa til að efla einingu og stuðla að friðsamlegri sambúð.

Á Bretlandi var aldarafmæli Andlegs þjóðarráðs baháʼía þar í landi fagnað og starfi þess að félagslegum sáttum og samheldni milli einstaklinga, samfélaga og stofnana.

Fylgst var grannt með tilraunum til að taka á mikilvægum málum eins og kynþáttamisrétti. Bahá’í tilbeiðsluhúsið í Bandaríkjunum stóð fyrir viðburðum í tilefni af „Black History Month“. Í Kasakstan könnuðu listamenn og fulltrúar frá Bahá’í skrifstofu almannamála hvernig list og fegurð geta stuðlað að sátt og samlyndi og örvað mannsandann.

Samsett mynd frá móttöku á Bretlandi.

Sérstök móttaka í Bretlandi markaði aldarafmæli Andlegs þjóðarráðs bahá’ía þar í landi. Samkoman kannaði viðleitni til að efla félagslega sátt, með áherslu á mikilvægu hlutverki samheldinna samskipta milli einstaklinga, samfélaga og stofnana í að rækta sameinaðra samfélag.

Fjallað var um tækni og hlutverk hennar í samfélaginu og lögð áhersla á samræmi milli vísinda og trúarbragða. Baháʼí alþjóðasamfélagið kallaði eftir fjölbreyttum sjónarhornum, einkum frá konum, varðandi hönnun og dreifingu stafrænnar tækni.

Baháʼí ungmenni tóku virkan þátt í félagslegum aðgerðum. Þau ögruðu neikvæðum staðalímyndum og sýndu að þau þyrstir eftir þekkingu og réttlæti. Konur og karlar unnu hlið við hlið að jafnréttismálum og fjölluðu um kúgandi kynjaviðmið og valdeflingu kvenna  í ýmsu samhengi.

Nýja áfanga mátti meðal annars sjá í opnun fyrsta bahá’í þjóðartilbeiðsluhússins í lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og áætlunum um fleiri tilbeiðsluhús, þar á meðal í Nepal, Sambíu og Kanada. Nokkrar nýjar bækur voru gefnar út og stafrænu frumkvæði, sem sýnir umfang bahá’í kenninga, var einnig hleypt af stokkunum.

Á Baháʼí heimsþinginu, hinu þrettánda í röðinni, var kosið til Allsherjarhúss réttvísinnar. Þetta var tími fagnaðar og innblásturs fyrir mikinn fjölda fulltrúa af ólíkum bakgrunni. Á árinu var einnig haldið áfram að reisa helgidóm ‘Abdu’l‑Bahá, heilagt mannvirki sem standa mun sem tákn um frið og einingu alls mannkyns. Allt þetta ár gegndu bahá’í tilbeiðsluhús víðsvegar um heim hlutverki griðastaða fyrir tilbeiðslu og þjónustu, og ala á einingu og ást milli fólks af öllum uppruna.

[Útdráttur úr ítarlegri annál Bahá’í heimsfréttaþjónustunnar]

 

Samsett mynd frá listakvöldi við Bahá'í tilbeiðsluhúsið í Bandaríkjunum.

Í Wilmette í Bandaríkjunum stóð Bahá’í tilbeiðsluhúsið fyrir kvöldi lista og umræðu í tilefni af Black History Month. Með dýpkandi tilfinningu um einingu sem er hafinn yfir ágreining, taka vinir á mikilvægum málum eins og kynþáttarétti.

 

Mynd af Matt Weinberg og grein hans.

Matt Weinberg, tæknifræðingur frá Bandaríkjunum, sagði í hlaðvarpi sem Heimsfréttaþjónustan tók upp: „Við þurfum ekki aðeins aðferðafræði og kenningar, tækni og líkön, heldur þurfum við líka gildi. Í bahá’í trúnni er þessi hugmynd beinlínis sett fram sem meginreglan um samræmi milli vísindalegrar og trúarlegrar þekkingar.“

 

Samsett mynd af tilbeiðsluhúsinu í Kongó.

Í Kongó opnaði fyrsta bahá’í þjóðartilbeiðsluhúsið dyr sínar og Allsherjarhús réttvísinnar tilkynnti einnig um áætlanir um að reisa þrjú ný bahá’í tilbeiðsluhús - svæðismusteri í Kanchanpur, Nepal og Mwinilunga, Sambíu, ásamt þjóðarmusteri í Kanada.

 

Samsett mynd frá 13. Bahá'í heimsþinginu.

Fulltrúar hvaðanæva úr heiminum, sem komu saman á 13. Bahá’í heimsþinginu, kusu Allsherjarhús réttvísinnar. Það var áhrifamikil reynsla fyrir fulltrúana að taka þátt í þinginu og veitti það þeim mikinn innblástur.