Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Trú sem byggir brú


Bahá'í tilbeiðsluhúsið í Delhi, Indlandi, er opið fólki af öllum trúarbrögðum
Bahá'í tilbeiðsluhúsið í Delhi, Indlandi, er opið fólki af öllum trúarbrögðum

 

„Enginn vafi getur leikið á því að þjóðir jarðarinnar, hvaða kynþætti eða trúarbrögðum sem þær tilheyra, fá innblástur sinn frá einni himneskri uppsprettu og eru þegnar eins Guðs“ - Bahá'u'lláh

 

Eining trúarbragða er ein af grundvallarkenningum bahá'í trúarinnar. Ef vel er að gáð má sjá að kjarni allra helstu trúarbragða mannkyns er ást, eining og bræðralag. Hin gullna regla birtist í ritum þeirra allra. Í ritum Bahá'u'lláh er hún orðuð svona: „Ætla engri sálu það, sem þú vildir ekki að þér væri ætlað, og seg ekki það, sem þú framkvæmir ekki.“

Hinn eilífi kjarni allra trúarbragða hefur vakið hæfni með heilum samfélögum til að elska, fyrirgefa, skapa, sýna hugrekki, sigrast á fordómum, fórna til góðs fyrir aðra og hafa hömlur á dýrslegum hvötum sínum, svo sem sjálfselsku og árásargirni. Bahá'u'lláh leggur mikla áherslu á kærleikann, ekki síst milli fólks af ólíkum trúarbrögðum: „Ó fólk! Umgangist fylgjendur allra trúarbragða í anda vináttu og bróðurþels.“

 

Stighækkandi opinberun

Nýr opinberandi Guðs endurnýjar þennan eilífa sannleika, en flytur mönnum jafnframt nýja leiðsögn sem er í samræmi við andlegan þroska og félagslegar aðstæður þess þjóðfélags sem hann er sendur til.

Lesa má um víðsýnar kenningar Bahá'u'lláh varðandi einingu trúarbragða mannkyns og stighækkandi opinberun þeirra í bókinni Úrval úr ritum Bahá'u'lláh.

Bahá’u’lláh boðar að mannkynið sé að verða fullveðja. Það verði að hverfa frá gömlum kreddum og taka upp nýtt heimsskipulag sem byggist á einingu, ást og þjónustu við sameiginlega hagsmuni allra jarðarbúa. Hann útskýrir: „Það sem Drottinn hefur fyrirskipað sem öflugasta læknislyfið og máttugasta tækið til að lækna alla veröldina er sameining allra þjóða hennar í einum almennum málstað, einni sameiginlegri trú.“