Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Listasmiðjan


Listasmiðjan kom fram á nýárshátíðinni
Listasmiðjan kom fram á nýárshátíðinni

 

 „Með einni saman opinberun orðsins „mótandinn“ sem framgengur af vörum hans [Guðs] og boðar mannkyni þessa eigind hans leysist slíkur kraftur úr læðingi, að hann getur öld eftir öld fætt af sér öll þau margvíslegu listform, sem hendur mannanna geta skapað.“

 

Listasmiðja ungmenna æfir og sýnir dansa sem útskýra ýmsar kenningar bahá'í trúarinnar. Á síðustu nýárshátíð sýndi hópurinn nokkra dansa við hrifningu viðstaddra. Listasmiðjan var endurvakin í nóvember 2016 eftir nokkra ára hlé. Hún kemur saman á laugardögum kl. 12:00-15:00 í Bahá''í miðstöðinni að Kletthálsi 1, 2. hæð, 110 Reykjavík. Sharon Raffaella Sigurðardóttir leiðir starfið og kennir dansana. Þau ungmenni, bæði strákar og stelpur, sem hafa áhuga á að vera með og geta tekið þátt í listasmiðjunni eru hvött til að mæta, jafnvel þó að þau geti ekki mætt á hverjum laugardegi.

 

Meðlimur listasmiðjunnar sýnir dans