Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login
 • Bahá'íar frá öllum heimshornum.

  Bahá’í trúin

  Bahá’í trúin kennir að Guð sé einn og að öll trúarbrögð séu komin frá honum. Hann hefur frá ómunatíð sent mannkyninu boðbera sína sem flutt hafa trúarlega og siðferðilega leiðsögn í samræmi við þarfir og kringumstæður þeirra þjóða sem þeir voru sendir til.
 • Herbergi í húsi Bábsins í Shíráz, Íran.

  Sögulegt ágrip

  Bahá’í trúin hófst með því að Siyyid ‘Alí-Muhammad, 25 ára gamall kaupmaður í borginni Shíraz í Persíu (Íran), tók sér titilinn Bábinn (Hlið) og kunngerði að Guð hefði sent hann til að ryðja braut nýrri öld. Í dag eru bahá’íar fleiri en fimm milljónir frá rúmlega 200 þjóðum og þjóðernisminnihlutum.
 • Bahá'íar á Landsþingi bahá'ía á Íslandi sem haldið var á Kistufelli í apríl 2008

  Bahá'íar á Íslandi

  Á Íslandi eru bahá’íar um rétt rúmlega 350 talsins af að minnta kosti 14 þjóðernum. Bahá’í samfélagið nýtur fullrar viðurkenningar sem trúfélag utan Þjóðkirkjunnar. Andlegt þjóðarráð bahá’ía á Íslandi var stofnað árið 1972 og hefur umsjón með málefnum trúarinnar á landsvísu.
 • fostur

  Lífið og dauðinn

  Samkvæmt bahá’í trúnni verður mannssálin til við getnað. Fóstur í móðurkviði þróar með sér ýmis líffæri og líkamlega eiginleika sem þurfa að styrkjast til þess að þeir komi að gagni utan móðurlífsins. Sál mannsins þróar með sér hæfni og eiginleika sem koma henni að gagni í þessu lífi og því næsta. 
 • Mynd af ‘Abdu’l-Bahá í París

  'Abdu'l-Bahá

  ‘Abdu’l-Bahá (1844-1921) var sonur Bahá’u’lláh og fylgdi honum í útlegð og fangavist. Hann var fangi í samfleytt 45 ár uns hann var leystur úr haldi eftir byltingu Ungtyrkja á fyrsta áratug 20. aldar.
 • Sáttmálinn

  Sáttmálinn

  Bahá’u’lláh skildi eftir handskrifaða erfðaskrá þar sem kveðið er skýrt á um stjórn málstaðarins eftir hans dag og túlkun bahá’í helgirita. Erfðaskrá Bahá’u’lláh felur í sér sáttmála hans við alla þá sem játa trú hans eftir hans dag.
 • Grafhýsi Bábsins á Karmelfjalli í Haifa, Ísrael.

  Bábinn - fyrirrennarinn

  Árið 1844 kunngerði Bábinn, ungur kaupmaður frá borginni Shíraz í suðurhluta Persíu, að í nánd væri nýr boðberi Guðs sem öll trúarrit heims hefðu talað um og sem leggja myndi grunn að ríki friðar og farsældar í heiminum. Bábinn kvaðst kominn til að ryðja þessum endurlausnara braut.
 • Grafhýsi Bahá’u’lláh

  Bahá’u’lláh

  Bahá’u’lláh kunngerði árið 1863 að hann væri nýr boðberi og opinberandi Guðs fyrir okkar tíma. Boðskapur hans, kenningar og helgirit eru grundvöllur bahá’í trúarinnar.
 • Andlegt svæðisráð bahá'ía í Juba, Suður-Súdan 2012. Einn meðlimurinn er íslenskur.

  Ný siðmenning

  Samkvæmt kenningum Bahá’u’lláh er það vilji Guðs að afmá hefðbundin og ævagömul mörk milli stétta, kynþátta og þjóðerna. Heimurinn stendur því á þröskuldi nýrrar heimssiðmenningar. Bahá’u’lláh kennir að stjórnarfar heimsins skuli byggjast á meginreglum réttlætis og sameiginlegs öryggis.
 • Ein sameiginleg trú

  Ein sameiginleg trú

  Mörg hinna stóru trúarbragða heimsins hafa hneigst til þess að afla sér fylgis og áhrifa með því að hafna sannleiksgildi annarra trúarbragða og gera tilkall til þess að sitja uppi með allan sannleika í trúarefnum.

Barnakennsla

Börn í bahá'í barnakennslu

Börnin eru framtíð samfélagsins og því líta bahá‘íar svo á að andleg uppfræðsla þeirra sé mikilvægasta þjónustan sem hægt er að veita. Bahá'í samfélagið hefur boðið upp á barnakennslu þar sem höfuðáhersla er lögð á að börnin tileinki sér dyggðir og mannkosti.

Unglingahópar

Unglingar í þjónustuverkefni

Bahá'í trúin sér í unglingum fórnfýsi og næma réttlætiskennd, löngun til að fræðast um alheiminn og þrá til að byggja betri heim.

Helgistundir

Á helgistund

Í bahá’í ritum kemur fram að orð Guðs veiti innblástur, endurlífgi sálina, gleðji hjartað, gefi okkur nýja trú og skapi andlega vellíðan. Bænir og íhugun veita okkur tækifæri að vera í nánu sambandi við skapara okkar og skynja skýrar hvað er gott og mikilvægt í lífinu.

Námshringir

Fólk í námshring

Bahá’íar skipuleggja opna námshringi þar sem fram fer lestur og nám á bahá’í kenningum. Tilgangurinn er að opna leiðir sem einstaklingurinn getur farið til að breyta sjálfum sér og umhverfi sínu.