Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Boðskapurinn


Sjálfboðaliðar alls staðar að úr heiminum starfa við bahá'í heimsmiðstöðina í Haifa, Ísrael
Sjálfboðaliðar alls staðar að úr heiminum starfa við bahá'í heimsmiðstöðina í Haifa, Ísrael

 

„Jörðin er aðeins eitt ættland og mannkynið þegnar þess“

 

Tilvitnunin hér að ofan er meðal þekktustu orða Baháʼuʼlláh og mjög einkennandi fyrir kjarnann í boðskap hans. 

Baháʼí trúin kennir að Guð sé einn og að öll trúarbrögð séu komin frá honum. Hann hefur frá ómunatíð sent mannkyninu boðbera sína sem flutt hafa leiðsögn frá Guði í samræmi við þarfir og kringumstæður þeirra þjóða sem þeir voru sendir til.

Baháʼuʼlláh lýsti því yfir að hann væri opinberandi Guðs fyrir okkar tíma. Fyrri opinberendur Guðs, þar á meðal Krishna, Saraþústra, Búddha, Móse, Jesús og Múhammeð sögðu fyrir um framtíðarríki friðar, réttlætis og einingar á jörðinni. Baháʼuʼlláh kennir að þessi tími fari nú í hönd. Hann staðhæfir: Svo máttugt er ljós einingar, að það getur uppljómað alla jörðina.

 

Hlutverk trúarbragðanna er að finna lausnir á vandamálum hverrar aldar og stuðla að síframsækinni siðmenningu.

Hlutverk trúarbragðanna er að finna lausnir á vandamálum hverrar aldar og stuðla að síframsækinni siðmenningu.

 Sí-framsækin siðmenning

„Allir menn hafa verið skapaðir til að stuðla að sí-framsækinni siðmenningu,“ segir Bahá'u'lláh. Síðan útskýrir hann hvað hann á við. „Hinn almáttugi ber mér vitni: Það sæmir ekki manninum að hegða sér sem dýr merkurinnar. Þær dyggðir sem hæfa tign hans eru umburðarlyndi, miskunn, samúð og ástríki gagnvart öllum þjóðum og ættkvíslum jarðarinnar.“

Meðal kenninga Bahá'u'lláh eru jafnrétti karla og kvenna, uppræting hvers kyns fordóma, samræmi vísinda og trúar, allsherjarskyldumenntun, alþjóðlegt hjálpartungumál, verndun náttúrunnar og efling einingar með uppbyggjandi samráði.

 

Næst útbreiddustu trúarbrögðin landfræðilega séð

Engin önnur trú er landfræðilega útbreiddari en baháʼí trúin, að kristindómi einum undanskildum. Baháʼí samfélög eru starfandi í meira en 200 löndum. Yfir 6 milljónir manna játa trúna. Hún er einstæð fyrirmynd hvað varðar samlyndi og einingu ólíkra menningarheima. Einkunnarorð hennar eru „eining í fjölbreytileika.“ Að vera bahá’í þýðir að elska allan heiminn og leitast við að þjóna mannkyni.

 

Engin prestastétt

Í trúnni eru engir prestar eða safnaðarleiðtogar, heldur er samfélögunum stjórnað af níu manna ráðum sem eru kosin í lýðræðislegum kosningum. Æðsta stofnun trúarinnar er Allsherjarhús réttvísinnar, sem hefur aðsetur í Haifa, Ísrael.