Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í ritningar


Blóm á stöllunum við helgidóm Bábsins
Blóm á stöllunum við helgidóm Bábsins

 

„Heyrið mig, ó dauðlegu fuglar! Í rósagarði óbrigðuls ljóma er jurt byrjuð að blómgast. Í samanburði við hana eru öll önnur blóm sem þyrnar og í dýrðarbirtu hennar hlýtur innsti veigur fegurðar að fölna upp og visna. Hefjist því handa og reynið af öllum eldmóði hjartna yðar, með allri ákefð sálna yðar, fullum styrk vilja yðar og einbeittum kröftum allrar verundar yðar að komast til paradísar návistar hans og anda að yður ilminum af því óforgengilega blómi, finna ljúfa angan heilagleika og öðlast hlutdeild í þessari ilman himneskrar dýrðar.“ - Bahá'u'lláh

 

Ritningalestur

Bahá'í helgirit, rit Bahá’u’lláh, Bábsins og 'Abdu'l-Bahá, eru mjög mikil af vöxtum. Talið er að rit Bahá'u'lláh eins nemi um 100 bindum, ef allt væri talið. Helgiritin hafa verið þýdd á yfir 800 tungumál. Meðal rita Baháʼuʼlláh sem komið hafa út á íslensku má nefna Kitáb-i-Íqán (Bók fullvissunnar), Hulin orð og samantektina Úrval úr ritum Baháʼuʼlláh.

Á vefnum „Bahá'í ritningar kvölds og morgna“ eru ritningar fyrir hvern dag ársins:  http://nyrdagur.net/ritning/

 

Bahá'í bænir

Meginpersónur trúarinnar: Bábinn, Bahá'u'lláh og 'Abdu'l-Bahá, opinberuðu allir fjölmargar bænir fyrir alls konar tilefni. Ef þú vilt kynna þér þær getur þú lesið þær hér: https://bahaiprayers.net/App#/%C3%8Dslenska

 

Miðstöð textarannsókna, Karmelfjalli, Haifa, Ísrael

Miðstöð textarannsókna, Karmelfjalli, Haifa, Ísrael