Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fréttir

 • 
  2. febrúar 2024 Höfundur: rbadi76

  BIC Genf: Íranskir hugsjónamenn kalla eftir því að bundinn verði endi á þá „sögulegu skömm“ sem ofsóknir gegn bahá’íum eru

  Samsett mynd.
  ALÞJÓÐLEGA BAHÁ’Í SAMFÉLAGIÐ, GENF — Yfir 150 íranskir mannréttindafrömuðir og aðgerðasinnar á sviði stjórn- og þjóðfélagsmála hafa undirritað öfluga opinbera yfirlýsingu (á persnesku með enskri þýðingu) þar sem þeir fordæma „nýja handtökubylgju gegn bahá’íum og hvernig brotið er á grundvallarmannréttindum og borgaralegum réttindum þeirra.“
 • 
  23. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Útskorin tré­klæðn­ing fegrar tilbeiðslu­hús í smíð­um

  Mynd af einni af dyrum tilbeiðsluhússins á Papúa Nýju-Gíneu séð að innan.
  PORT MORESBY, Papúa Nýju-Gíneu — Í nýja bahá’í tilbeiðsluhúsinu í Papúa Nýju-Gíneu (PNG), mynda 432 timburplötur, sem innlendir handverksmenn hafa skorið út, ramma um þær níu dyr sem brátt munu standa fjölbreyttum ættflokkum landsins opnar.
 • 
  23. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Innsýn frá vettvangi: Fjallað um fram­farir í jafn­réttis­mál­um á Ind­landi í hlað­varpi

  Samsett mynd með Bhavna Anbarasan í forgrunni.
  PATNA, Indlandi — Í nýlegri heimsókn til Bahá’í heimsmiðstöðvarinnar ræddi Bhavna Anbarasan, meðlimur Álfuráðs Asíu, við heimsfréttaþjónustuna um hvernig samfélagsuppbygging í þorpum í Bihar-fylki á Indlandi er að skapa nýja jafnréttismenningu.
 • 
  16. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Nýtt rit komið út: Skipan komið á heiminn

  Mynd af bókinni Skipan komið á heiminn
  Bahá’í útgáfan hefur gefið út nýja samantekt sem ber heitið Skipan komið á heiminn – Uppbygging og varðveisla traustra hjónabanda. Samantektin var unnin af Rannsóknadeild Allsherjarhúss réttvísinnar og kom út í ágúst 2023 á ensku.
 • 
  12. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Þvertrúarlegt dagatal fyrir árið 2024 er komið út

  Mynd af fyrstu síðu þvertrúarlega dagatalsins fyrir árið 2024.
  Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi hefur gefið út dagatal með helgi- og hátíðisdögum trúfélaganna.
 • 
  11. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Kitáb-i-Aqdas: Helgasta bók bahá’ía gefin út á pólsku

  Mynd af Kitáb-i-Aqdas, Hinni helgustu bók, í pólskri þýðingu.
  VARSJÁ, Póllandi — Á sögulegum tímamótum hefur bahá’í samfélagið í Póllandi gefið út fyrstu prentútgáfu Kitáb-i-Aqdas á pólsku. Þetta er afrakstur þriggja áratuga viðleitni til að koma helgustu bók Bahá’u’lláh til pólskra málnotenda.
 • 
  5. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Að efla von og samkennd: Samkomur á ‘Akká-Haifa svæðinu stuðla að hlýjum samskiptum

  Samsett mynd frá bænasamkomum.
  BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Undanfarnar vikur hefur verið staðið fyrir góðum bænasamkomum á ‘Akká-Haifa svæðinu þar sem allir eru velkomnir. Vinir og nágrannar hafa komið saman, óháð menningarlegum eða trúarlegum bakgrunni, til samveru í anda góðvildar og vináttu, þar á meðal þeir sem tilheyra samfélögum gyðinga, múslima, kristinna og drúsa, sem og þeir sem ekki tilheyra trúarhefð.
 • 
  3. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Annáll ársins 2023 frá Bahá'í heims­frétta­þjónustunni

  Intrómynd fyrir samfélagsmiðla
  Árið 2023 skuldbatt bahá’í heims­samfélagið sig til að leggja verulega af mörkum til þess að efla félagslegar framfarir, hlúa að einingu og stuðla að friði. Baháʼíar frá ýmsum heimshornum komu saman til að skapa griðastaði vonar og sátta í ólgusjó alþjóðamála. Þeir benda á þær þrengingar sem blasa við heiminum í dag og þörfina á samstarfi þjóða og samfélaga viðleitni til að lina þær.
 • 
  22. desember 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Bretland: Sérstök móttaka í Westminster undirstrikar meginregluna um einingu

  Samsett mynd mynd frá minningaratburði í tilefni af 100 ára afmæli Andlegs þjóðarráðs bahá’ía á Bretlandseyjum.
  LONDON – Mikilvægs áfanga var minnst nýlega við sérstaka móttöku í Portcullis House í Westminster: Aldarafmælis Andlegs þjóðarráðs bahá’ía á Bretlandseyjum. Samkoman kannaði viðleitni til að efla félagslega sátt, með áherslu á mikilvægt hlutverk tengsla sem efla samstöðu milli einstaklinga, samfélaga og stofnana og stuðla þannig að aukinni einingu í þjóðfélaginu.
 • 
  20. desember 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  BIC New York: Ályktun SÞ endurnýjar ákall um að binda enda á ofsóknir íranskra stjórnvalda á hendur bahá’íum

  Mynd af höfuðstöðum SÞ og fánum fyrir framan bygginguna.
  NEW YORK - Írönsk stjórnvöld eru hvött til að hætta hvers kyns mismunun og ofsóknum á grundvelli trúarbragða í nýjustu ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var í gær á allsherjarþinginu. Í henni er lýst yfir alvarlegum áhyggjum vegna margvíslegra mannréttindabrota í Íran, þar á meðal stöðu bahá’ía í landinu og annarra trúarlegra minnihlutahópa. Þetta er 36. ályktunin sem það gerir.
 • 
  12. desember 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Innsýn frá vettvangi: Samspil tækni, gilda og samfélags kannað í hlaðvarpi

  Mynd af Matt Weinberg ásamt lógói Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar.
  BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Hvernig tryggjum við að gildi okkar, vonir okkar og þarfir séu samþættar í hönnun, þróun og notkun tækninnar? Þetta var meðal spurninga sem Matt Weinberg, tæknifræðingur frá Bandaríkjunum, kannaði í þessum hlaðvarpsþætti sem tekinn var upp á nýlegri samkomu við Bahá’í heimsmiðstöðina um þróun samfélaga.
 • 
  8. desember 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  BIC Brussel: Hlutverk aldraðra í samfélaginu endurskoðað

  Mynd af samantekt Alþjóðlega bahá'í samfélagsins um málefni aldraðra
  BIC BRUSSEL - Á tímum þegar þjóðfélagsumræðan beinist oft að flóknum stuðningi við aldraða innan heilbrigðis- og lífeyriskerfa býður skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) upp á nýtt sjónarhorn: Að sjá aldraða fyrir sér sem ómetanlega þátttakendur í samfélagslífinu, með áherslu á hlutverk þeirra sem virkir þátttakendur í mótun samheldins og öflugs samfélags.
 • 
  5. desember 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Helgidómur ‘Abdu’l‑Bahá: Tígulgrindin afhjúpuð

  Mynd af miðtorgi helgidómsins, súlum þess og tígulgrind.
  BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN ­– Mótin utan um tígulgrind helgidóms ‘Abdu’l‑Bahá hafa verið fjarlægð og þar með hefur formgerð helgidómsins verið afhjúpuð. Helgidómurinn sem nú rís stendur sem tákn um þrotlausa þjónustu ‘Abdu’l‑Bahá í þágu sameiningar mannkyns.
 • 
  1. desember 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Brasilía: Fulltrúadeildin fagnar aldarafmæli bahá’í samfélagsins

  Mynd frá fulltrúadeild brasilíska þingsins.
  BRASILÍA, Brasilíu - Fulltrúadeild brasilíska þingins fagnaði nýlega 100 ára afmæli bahá’í samfélagsins í landinu.
 • 
  30. nóvember 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

  Hvetjandi kraftur ástar: Samkoma fólks af ýmsum trúarbrögðum í tilbeiðsluhúsi Vanúatú kveikir í von

  Teikning af tilbeiðsluhúsinu í Tanna séð úr lofti.
  TANNA, Vanúatú – Heyra mátti ákall um einingu enduróma í bænasöng í tilbeiðsluhúsi Tanna. Vinirnir sem höfðu safnast þar saman fundu fyrir endurnærandi andvara í sálinni. Þrátt fyrir að aðhyllast mismunandi trúarbrögð vissu þeir að mesta uppspretta styrks þeirra fælist í sameiginlegri manngæsku.

Síður