Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í stjórnkerfið


Gestir á landsþingi bahá'ía árið 2019
Gestir á landsþingi bahá'ía árið 2019

 

„Veröldin hefur gengið úr skorðum vegna gagntakandi áhrifa þessa mesta, þessa nýja heimsskipulags“ - Bahá'u'lláh

 

Bahá'í stjórnkerfið

Bahá'u'lláh afnam prestastéttina, en stofnsetti þess í stað stjórnskipulag, sem er tvíþætt. Annar vængurinn er kosinn og hinn útnefndur. Kosni armurinn samanstendur af andlegum ráðum á svæðisbundnu, þjóðlegu og alþjóðlegu þrepi. Útnefndi armurinn skiptist í Alþjóðlegu kennslumiðstöðina, álfuráðgjafa, aðstoðarráðgjafa og aðstoðarmenn þeirra. Útnefndi armurinn gegnir því mikilvæga hlutverki að vernda málstaðinn og efla útbreiðslu hans, en hefur engin völd. Þau liggja alfarið hjá hinum kosna armi. 

 

Setur Allsherjarhúss réttvísinnar

Setur Allsherjarhúss réttvísinnar

 

Höfuð trúarinnar, Allsherjarhús réttvísinnar, var kosið í fyrsta sinn árið 1963. Það er kosið á fimm ára fresti á alþjóðaþingi af andlegum þjóðarráðum heimsins. Aðsetur Allsherjarhússins er í hlíðum Karmelfjalls í borginni Haifa, sem er í norður Ísrael. 

 

Núverandi Andlegt þjóðarráð bahá´ía á Íslandi ásamt aðstoðarráðgjöfum

Andlegt þjóðarráð bahá´ía á Íslandi ásamt aðstoðarráðgjöfum á landsþingi 2018

 

Nýtt andlegt þjóðarráð er kosið árlega á landsþingi af fulltrúum hvers samfélags. Andleg svæðisráð eru sömuleiðis kosin árlega. Níu manns sitja í hverju ráði.

Allir meðlimir samfélagsins sem náð hafa 21 árs aldri eru í kjöri til andlegra ráða. Kosningarfyrirkomulagið er einstakt, því hvorki er leyft að koma með tilnefningar eða að heyja kosningabaráttu

 

Meðlimir andlegs ráðs bahá'ía í Reykjavík, árið 2022

Meðlimir andlegs ráðs bahá'ía í Reykjavík, árið 2022

 

 

 Svipmyndir frá landsþingi bahá'ía árið 2019.

 

Kvikmynd sem veitir innsýn í 100 ára starf og lærdómsferli bahá'í samfélaga frá árinu 1921. Sagt er frá uppbyggingu bahá'í stjórnkerfisins um allan heim. Með íslenskum texta